Meginmál

Sátt fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Fly Play hf.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur haft til meðferðar mál er varðar brot Fly Play hf. gegn 1. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum, með því að hafa ekki birt eins fljótt og auðið var upplýsingar um minni tekjuöflun félagsins og að félagið yrði ekki rekið með jákvæðri rekstrarafkomu (EBIT) á síðari hluta árs 2022. Fjármálaeftirlitið tók ákvörðun um að ljúka málinu með sátt og greiðslu sektar að fjárhæð kr. 15.800.000.