Meginmál

Seðlabankastjóri með erindi á peningamálafundi Viðskiptaráðs

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flutti ræðu á peningamálafundi Viðskiptaráðs í morgun, 6. febrúar 2025. Yfirskrift fundarins var: Liggja vegir til lágra vaxta?

Í ræðu sinni rakti seðlabankastjóri ýmsa þætti í þróun efnahagsmála, verðbólgu og vaxta hér á landi og erlendis. Þá tók Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri peningastefnu þátt í pallborðsumræðu ásamt Birnu Einarsdóttur. stjórnarformanni Iceland Seafood International, Lárusi Welding, rekstrarstjóra Stoða hf., Unu Jónsdóttur, forstöðumanni hagfræðideildar Landsbankans. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, stýrði umræðum.

Í ræðu sinni studdist seðlabankastjóri við efni í meðfylgjandi glærum.