Seðlabanki Íslands hefur gefið út sérrit um umsvif lífeyrissjóða á fjármálamarkaði og æskilegar umbætur á löggjöf um lífeyrissjóði. Sérritið er í formi umræðuskýrslu sem hefur verið birt hér á vef Seðlabanka Íslands.
Tilgangur skýrslunnar er að vera innlegg í umræðuna um nauðsynlega stefnumótun til framtíðar fyrir lífeyriskerfið hér á landi. Í ritinu er dregin upp mynd af lífeyriskerfinu og lagðar til breytingar sem Seðlabankinn telur æskilegt að gera á lögum um lífeyrissjóði og eftir atvikum öðrum réttarheimildum með hliðsjón af fjármálastöðugleika, fjármálaeftirliti og þeim áhættum sem eru til staðar fyrir íslenska lífeyriskerfið út frá sjónarhóli Seðlabankans.