Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vekur athygli á að hinn 1. júlí 2025 birti Evrópska verðbréfa- og markaðseftirlitið (ESMA) leiðbeiningar (e. thematic notes) um notkun sjálfbærnitengdra fullyrðinga.
Markmið þeirra er að styðja við traust og gagnsæi í sjálfbærum fjárfestingum og draga úr hættu á grænþvotti. Fjórar meginreglur eru settar fram um hvernig skuli setja fram sjálfbærnitengdar fullyrðingar, í samræmi við efni sem ESMA, EIOPA og EBA hafa áður gefið út. Leiðbeiningarnar veita einnig hagnýt ráð um hvað skuli og skuli ekki gera, með dæmum um góð og slæm vinnubrögð, byggð á athugunum á markaðsvenjum.
Með leiðbeiningunum er ætlunin að styðja eftirlitsskylda aðila við að miðla sjálfbærnitengdum fullyrðingum með skýrum, sanngjörnum og ekki villandi hætti.
Leiðbeiningar ESMA eru aðgengilegar hér:
ESMA: Thematic notes on clear, fair & not misleading sustainability-related claims.
Seðlabankinn hvetur eftirlitsskylda aðila og aðra áhugasama aðila að kynna sér efnið sem hér um ræðir.