Fara beint í Meginmál

Skráning Barböru ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða og afskráning rekstraraðilans Spaks Finance sf.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Barböru ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 15. ágúst 2025, sbr. 7. gr. laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Í skráningunni felst heimild rekstraraðila til að reka sérhæfða sjóði að því gefnu að verðmæti heildareigna í rekstri aðila fari ekki umfram þau mörk sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 45/2020.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands afgreiddi jafnframt afskráningarbeiðni Spaks Finance sf. þar sem enginn sjóður um sameiginlega fjárfestingu er í rekstri félagsins. Afskráning Spaks Finance sf. miðast við 15. ágúst 2025.

Samhliða var gerð breyting á rekstraraðila sérhæfða sjóðsins Spaks Invest hf., en sjóðurinn hefur verið í rekstri Spaks Finance sf. en verður framvegis í rekstri Barböru ehf.