Skýrsla fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands fyrir starfsárið 2021 hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands. Í skýrslunni er fjallað um helstu verkefni fjármálaeftirlitsnefndar.
Fjármálaeftirlitsnefnd gefur Alþingi árlega skýrslu um störf sín og skal efni hennar rætt í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður, sbr. 16. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands.