Meginmál

Skýrsla fjármálaeftirlitsnefndar til Alþingis fyrir árið 2024

Skýrsla fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands fyrir starfsárið 2024 hefur verið birt hér á vef Seðlabanka Íslands. Í skýrslunni er fjallað um helstu verkefni fjármálaeftirlitsnefndar og auk þess birt ítarefni, svo sem starfsreglur nefndarinnar og stefna Seðlabanka Íslands um beitingu stjórnsýsluviðurlaga og þvingunarúrræða. Þá fylgja ritin Fjármálaeftirlit 2025 og Stefnumarkandi áherslur við eftirlit á fjármálamarkaði 2025-2027.

Fjármálaeftirlitsnefnd gefur Alþingi árlega skýrslu um störf sín og skal efni hennar rætt í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður, sbr. 16. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands.

Sjá hér: Skýrsla fjármálaeftirlitsnefndar til Alþingis fyrir árið 2024

Sjá einnig fyrri skýrslur hér.