Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund á morgun, þriðjudaginn 11. mars í Smiðju, Tjarnargötu 9 í Reykjavík, og hefst hann kl. 09:00.
Fundarefnið er skýrslur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands árið 2024.
Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu.
Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.
Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla reglna um starfsreglur fastanefnda Alþingis.
Sjá nánar á vef Alþingis: Alþingi.is
Sjá hér skýrslur peningastefnunefndar til Alþingis: Skýrslur peningastefnunefndar til Alþingis