Fara beint í Meginmál

Starfsleyfi Skaga hf. afturkallað

Hinn 2. júlí 2025 samþykkti fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands afsalsbeiðni Skaga hf., áður Vátryggingafélag Íslands, frá 24. júní 2025, og afturkallaði starfsleyfi félagsins til að stunda vátryggingastarfsemi skv. lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. Var þetta gert í samræmi við fyrirætlan félagsins um að færa vátryggingastarfsemi félagsins til VÍS trygginga hf.

Öll vátryggingastarfsemi Skaga hf. hefur nú verið færð til VÍS trygginga hf., þ.e. vátryggingastofn, eignir sem tengdust vátryggingastarfseminni og tilheyrðu vátryggingarekstrinum sem og starfsmenn sem höfðu sinnt vátryggingastarfsemi félagsins.  VÍS tryggingar hf. hefur því tekið yfir öllum réttindum og skyldum sem stofninum fylgdu, m.a. gagnvart viðskiptavinum, vátryggðum og tjónþolum.