Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.
Grunnur dráttarvaxta hefur ekki breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabanka Íslands nr. 03/2025, sem dagsett er 21. mars sl., þar sem meginvextir bankans hafa frá því verið hinir sömu.
Dráttarvextir verða því óbreyttir, eða 15,5% fyrir tímabilið 1.-31. maí 2025.
Aðrir vextir sem Seðlabanki Íslands tilkynnir um eru einnig óbreyttir og verða áfram sem hér segir fyrir tímabilið 1.–31. maí 2025:
• Vextir óverðtryggðra útlána 8,45%
• Vextir verðtryggðra útlána 4,00%
• Vextir af skaðabótakröfum 5,63%