Fara beint í Meginmál

Tungumál lykilupplýsingaskjala26. september 2025

Seðlabanki Íslands hefur sent dreifibréf til tilgreindra aðila um að nú sé heimilt, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, að hafa lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar fjárfestingarafurðir á ensku. Heimild Seðlabankans til að gera slíkt kemur fram í 1. mgr. 7. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1286/2014, sbr. 1. tölul. 2. gr. laga nr. 55/2021 um lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta. Seðlabankinn hefur upplýst ESMA um framangreint.