Uppfærður listi yfir ríki sem teljast áhættusöm og ósamvinnuþýð 4. nóvember 2025
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur uppfært lista á vef Seðlabankans yfir ríki sem teljast áhættusöm og ósamvinnuþýð, sbr. 6. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Á listanum er annars vegar um að ræða ríki sem Alþjóðlegi fjármálaaðgerðahópurinn (e. Financial Action Task Force, FATF) hefur tilgreint sem áhættusöm og eftir atvikum ósamvinnuþýð og hins vegar ríki sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd, sbr. reglugerð nr. 448/2024 um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020.
FATF eru alþjóðleg samtök sem hafa það m.a. að markmiði að setja tilmæli vegna aðgerða gegn peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka og fjármögnun gereyðingarvopna. Meðal verkefna samtakanna er að tilgreina ríki sem teljast áhættusöm og eftir atvikum ósamvinnuþýð, sjá nánar á heimasíðu FATF.
Að þessu sinni er um að ræða breytingar á lista FATF yfir áhættusöm ríki vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka. Fjögur lönd falla af lista FATF en þar sem þau lönd eru einnig tilgreind í reglugerð Evrópusambandsins urðu engar breytingar á lista yfir ríki sem teljast áhættusöm og ósamvinnuþýð.
Sjá nánar: Seðlabanki Íslands | Áhættusöm og ósamvinnuþýð ríki