Gengið hefur verið frá ráðningu Valdimars Ármanns í starf framkvæmdastjóra sviðs markaðsviðskipta Seðlabanka Íslands, en starfið var auglýst laust til umsóknar í lok júní sl.
Valdimar Ármann starfar sem fjárfestingastjóri (CIO) hjá Arctica sjóðir hf., en árin 2021-2023 gegndi hann stöðu forstöðumanns eignastýringar hjá Arctica Finance hf. Valdimar starfaði sem framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA árin 2009-2017 og sem forstjóri fyrirtækisins og sjóðstjóri frá 2017-2019. Áður var hann hjá ABN AMRO Bank í Lundúnum og svo New York. Valdimar er með B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í Financial Engineering and Quantitative Analysis frá ICMA Centre - University of Reading í Bretlandi.