Vefútsending vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar og útgáfu Greiðslumiðlunar 4. júní 2025 3. júní 2025
Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands var birt kl. 8:30, miðvikudaginn 4. júní 2025. Ritið Greiðslumiðlun var birt á vef bankans klukkan 8:35. Ritið var gefið út í fyrsta skipti en áður var umfjöllun um efnið í haustriti Fjármálastöðugleika. Í ritinu er greiðslumiðlun á Íslandi lýst, farið yfir áherslur Seðlabankans er snúa að greiðslumiðlun og framtíðarsýn hans. Ritið verður einnig gefið út síðar á ensku undir heitinu Payments.
Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar og útgáfu Greiðslumiðlunar hófst kl. 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, gerðu grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og áherslum bankans í greiðslumiðlun.
Nánari upplýsingar um fjármálastöðugleikanefnd má finna á sérstakri síðu, sjá hér: Fjármálastöðugleikanefnd
Hér má finna tengla á útgefin rit: Rit og skýrslur