Yfirlýsing peningastefnunefndar verður birt á vef Seðlabanka Íslands á morgun, miðvikudaginn 8. október kl. 8.30. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar fer fram klukkan 9:30.
Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar.
Hér eru nánari upplýsingar um peningastefnu: Peningastefna.
Seðlabankinn ábyrgist ekki hnökra sem geta komið upp í útsendingu.