Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 1.398,6 ma.kr. í júlí og hækkuðu um 12,8 ma.kr. milli mánaða. Eignir verðbréfasjóða námu 163,3 ma.kr. og lækkuðu um 0,1 ma.kr., eignir fjárfestingarsjóða námu 560,4 ma.kr. og hækkuðu um 0,9 ma.kr. og eignir fagfjárfestasjóða námu 671,7 ma.kr. og hækkuðu um 8,8 ma.kr.
Fjöldi sjóða í lok júlí var 251 sem skiptist í 38 verðbréfasjóði, 80 fjárfestingarsjóði og 133 fagfjárfestasjóði.
Sjá nánari sundurliðun á efnahagsreikningi verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða í Gagnabankanum.
Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is