Fara beint í Meginmál

Gullhúðun löggjafar á fjármálamarkaði

Gullhúðun löggjafar hefur á síðustu misserum verið töluvert til umræðu, bæði hér á landi og annars staðar í Evrópu. Í Evrópu hefur umræðan m.a. verið tengd við samkeppnishæfni álfunnar en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í lok janúar á þessu ári Samkeppnisáttavita fyrir ESB þar sem kallað er eftir því að Evrópa grípi þegar í stað til aðgerða til að endurheimta samkeppnisstöðu sína og tryggja velsæld.

6. október 2025

Kalkofninum er ritstýrt af varaseðlabankastjórum Seðlabanka Íslands. Markmiðið með útgáfunni er að:

  • Stuðla frekar að vandaðri og upplýstri umræðu um málefnasvið Seðlabankans
  • Auka framboð á aðgengilegu efni um starfsemi og verkefni bankans.
  • Vekja athygli á útgáfum bankans og því sem efst er á baugi hverju sinni
  • Vera vettvangur þar sem stjórnendur og annað starfsfólk geta sett fram áhugavert efni sem tengist sérsviði þeirra innan bankans og á erindi við almenning.

Greinar sem birtast í Kalkofninum þurfa ekki að endurspegla stefnu Seðlabanka Íslands.

82 niðurstöður
Fjöldi á síðu

Greiðslubyrði heimila

Vaxandi greiðslubyrði heimila af fasteignalánum, samhliða hækkandi meginvöxtum Seðlabankans, er um þessar mundir áberandi umfjöllunarefni í opinberri umræðu. Þetta er mikilvæg umræða og nauðsynlegt að hún sé byggð á hlutlægum gögnum um greiðslubyrði og stöðu heimila. Enda skiptir fjárhagsstaða heimila verulegu máli fyrir fjármálastöðugleika.

19. júní 2023

Hlutverk og starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gjarnan skipt í þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi eftirlit með efnahagsmálum aðildarlanda sjóðsins og alþjóðahagkerfinu í heild, í öðru lagi lánveitingar til aðildarríkja í greiðsluerfiðleikum og í þriðja lagi tæknilega aðstoð við aðildarríkin. Þá hefur sjóðurinn lagt sífellt meiri áherslu á að veita tekjulægstu aðildarríkjunum bæði fjárhagslega og tæknilega aðstoð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur komið aðildarlöndum til aðstoðar með margvíslegum hætti á undanförnum árum, m.a. í kjölfar COVID-kreppunnar, með neyðarfjármögnun og sögulegri úthlutun sérstakra dráttarréttinda (SDR).

13. júní 2023

Gjaldeyrismarkaður á Íslandi

Mikilvægi gjaldeyrismarkaða og gengi gjaldmiðla verður seint of mikils metið. Gjaldeyrismarkaðir hafa það hlutverk að mynda verð á ólíkum gjaldmiðlum með tilliti til hver annars og auðvelda miðlun gjaldeyris milli þeirra sem vilja kaupa og selja – og greiða þannig götu milliríkjaviðskipta með vörur, þjónustu og fjármagn um allan heim. Á Íslandi fara fram skipti á íslenskum krónum fyrir erlendan gjaldeyri, en ekki er þó öllum ljóst hvernig innlendur gjaldeyrismarkaður virkar í reynd og hvernig gengi krónunnar er ákvarðað. Í þessari grein er grundvallaratriðum í umgjörð gjaldeyrisviðskipta hér á landi lýst.

2. júní 2023

Peningamál í hnotskurn

Þótt hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum hafi gefið eftir undanfarið hefur hann reynst þróttmeiri en gert var ráð fyrir í febrúarspá Peningamála. Hagvaxtarhorfur fyrir þetta ár hafa því heldur batnað. Áfram er þó gert ráð fyrir slökum hagvexti í ár og á næsta ári eða um 1% að meðaltali á ári. Alþjóðleg verðbólga hefur hjaðnað en undirliggjandi verðbólga er áfram mikil sem bendir til þess að enn sé nokkuð í land að koma mældri verðbólgu niður í markmið.

24. maí 2023

Stefna í fjármálaeftirliti birt

Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands samþykkti á fundi sínum í nóvember síðastliðnum Stefnu í fjármálaeftirliti. Peningastefnunefnd hefur einnig birt Stefnu í peningamálum og fjármálastöðugleikaráð birt Opinbera stefnu um fjármálastöðugleika. Að stuðla að traustum og öruggum fjármálamarkaði er eitt þeirra meginmarkmiða sem Seðlabankanum hefur verið falið í lögum. Stefna í fjármálaeftirliti lýsir undirstöðuatriðum og nálgun fjármálaeftirlits Seðlabanka við að ná þessu markmiði. Þar má ekki missa sjónar á því að meginmarkmið opinbers eftirlits með fjármálakerfinu er að draga úr líkum á að starfsemi eftirlitsskyldra aðila leiði til tjóns fyrir almenning og fjármálamarkaðurinn njóti traust til að gegna þjóðhagslegu hlutverki sínu.

21. apríl 2023

Af hverju eru vextir hærri hér á landi en í flestum öðrum þróuðum ríkjum?

Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði vexti enn frekar um miðjan mars sl. Meginvextir bankans fóru við það í 7,5% en voru tæplega 3% fyrir einu ári síðan.

3. apríl 2023

Stefna í peningamálum birt í fyrsta sinn - formfesting og aukið gagnsæi peningastefnunnar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samþykkti á fundi nefndarinnar í nóvember 2022 Stefnu í peningamálum.

28. mars 2023

Peningamál í hnotskurn

Þótt heldur hafi dregið úr svartsýni í alþjóðlegum efnahagsmálum eru hagvaxtarhorfur í þróuðum ríkjum áfram lakar. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum verði einungis 0,6% í ár sem er langt undir meðalhagvexti undanfarinna áratuga. Alþjóðleg verðbólga er áfram mikil þótt hún hafi hjaðnað frá því sem hún var mest í fyrra. Horfur eru á að það taki nokkurn tíma að koma henni í markmið enda er undirliggjandi verðbólga enn mikil.

10. febrúar 2023

Af hverju hefur Seðlabankinn verið að hækka vexti?

Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði vexti enn frekar um miðjan nóvember sl., þá um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans fóru við það í 6% en þeir voru 2% í fyrir einu ári síðan.

18. janúar 2023

Af hverju hafa sveiflur í verðbólgu aukist á ný?

Eins og rakið er í rammagrein 2 í Peningamálum 2022/4 hefur verðbólga aukist hratt undanfarið ár, verðbólguvæntingar hækkað og kjölfesta þeirra í verðbólgumarkmiði Seðlabankans veikst. Sveiflur í verðbólgu hafa einnig aukist sem má aðallega rekja til aukinnar fylgni milli verðhækkana einstaka undirliða vísitölu neysluverðs.

19. desember 2022