Meginmál

Seðlabanki Íslands gerir grein fyrir stefnu sinni og starfsemi með reglubundnum hætti. Það kemur helst í hlut seðlabankastjóra, varaseðlabankastjóra og framkvæmdastjóra í bankanum, auk þess sem sérfróðir starfsmenn bankans fjalla um sérsvið sín. Bankanum hafa verið sett mikilvæg markmið með lögum og hefur bankinn áhrifamikil tæki til að ná þeim markmiðum sem hafa víðtæk áhrif. Þess vegna leggur bankinn áherslu á að kynna stefnu sína og starfsemi með erindum, kynningum, málstofum og á ráðstefnum.