Meginmál

Í Upplýsingariti eru birtar ýmsar upplýsingar tengdar verkefnum bankans en útgáfu var hætt árið 2015.

1. rit: Væntingakönnun markaðsaðila

maí 2017

Væntingakönnun markaðsaðila(189,23 KB)

Seðlabanki Íslands byrjaði á 1. ársfjórðungi 2012 að gera könnun á væntingum markaðsaðila til helstu hagstærða, þ.m.t. verðbólguvæntinga. Könnunin mun nýtast Seðlabankanum við framkvæmd peningastefnunnar og í rannsóknum, en niðurstöður könnunarinnar munu einnig verða markaðsaðilum og almenningi aðgengilegar.

Eldri útgáfur af riti 1:

Útgáfa 1.3 janúar 2015(312,84 KB)Útgáfa 1.2 nóvember 2013(339,56 KB)Útgáfa 1.1 maí 2012(443,09 KB)Útgáfa 1.0 mars 2012(431,5 KB)

2. rit: Erlend verðbréfaeign innlendra aðila í árslok 2011

ágúst 2012

Erlend verðbréfaeign innlendra aðila í árslok 2011(533,03 KB)

Alþjóðleg könnun á landaskiptingu erlendrar verðbréfaeignar hefur verið framkvæmd af frumkvæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árlega frá árinu 2011. Meginmarkmið könnunarinnar er að bæta upplýsingar um verðbréfafjárfestingu milli landa en um 75 lönd taka þátt í henni. Könnunin er hluti af gagnaöflun fyrir eignahlutann í erlendri stöðu þjóðarbúsins.

3. rit: Könnun á verðbréfaeign í árslok 2012

október 2013

Könnun á verðbréfaeign í árslok 2012(427,32 KB)

Seðlabanki Íslands hefur tekið þátt í alþjóðlegri könnun á landaskiptingu erlendrar verðbréfaeignar á árinu 2012, að frumkvæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en sambærilegar kannanir hafa verið gerðar frá árinu 2001. Niðurstöður sýna meðal annars að erlend verðbréfaeign innlendra aðila hér á landi nam 1.081,3 ma.kr. í lok árs 2012 og hafði aukist um 164,4 ma.kr. frá árinu á undan, eða um 18%.

4. rit: Könnun á verðbréfaeign í árslok 2013

ágúst 2014

Könnun á verðbréfaeign í árslok 2013(414,73 KB)

Alþjóðleg könnun á landaskiptingu erlendrar verðbréfaeignar hefur verið framkvæmd að frumkvæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árlega frá árinu 2001. Meginmarkmið könnunarinnar er að bæta upplýsingar um verðbréfafjárfestingu milli landa en um 80 lönd taka þátt í henni.

5. rit: Nýir staðlar greiðslujafnaðar og erlendrar stöðu þjóðarbúsins

september 2014

Nýir staðlar greiðslujafnaðar og erlendrar stöðu þjóðarbúsins(430,47 KB)

Seðlabanki Íslands hefur birt hagtölur greiðslujafnaðar og erlendrar stöðu þjóðarbúsins samkvæmt nýjum stöðlum. Tilgangurinn með breytingunum er að hagtölurnar endurspegli betur utanríkisviðskipti og erlenda stöðu þjóðarbúsins. Hér á eftir er gerð grein fyrir helstu breytingum á hagtölunum og áhrifum þeirra.