Meginmál

Framtíðarvettvangur

Hlutverk framtíðarvettvangs er að fylgjast með þróun fjármálainnviða og nýjungum á því sviði með skilvirkni, öryggi og hagkvæmni að leiðarljósi. Vettvangurinn tekur á móti tillögum og hugmyndum um nýtt samstarf aðila á markaði um fjármálainnviði og leggur mat á þær.

Nánar um framtíðarvettvang

Reglubókaráð

Reglubókaráð annast fyrirkomulag, útgáfu og umsjón reglubóka. Markmið með útgáfu reglubóka er m.a. að kveða á um réttindi og skyldur aðila að innviðum og setja leikreglur fyrir þátttakendur í greiðslukerfum, staðla verkferla og auka gagnsæi í rekstri þeirra.

Nánar um reglubókaráð

Greiðsluráð

Greiðsluráð er samtalsvettvangur stjórnvalda, markaðsaðila og annarra haghafa um málefni fjármálainnviða og greiðslumiðlunar í víðum skilningi. Markmið greiðsluráðs er að styðja við stefnumótun, draga fram sjónarmið og veita stuðning við framþróun og nýsköpun á sviði fjármálainnviða.

Nánar um greiðsluráð