Meginmál

Seðlabanki Íslands hefur einkarétt á að gefa út seðla og mynt á Íslandi, líkt og seðlabankar í flestum löndum. Þegar Seðlabankinn var stofnaður árið 1961 hlaut hann einkarétt til þess að gefa út seðla, en árið 1967 færðist rétturinn til útgáfu á mynt frá ríkissjóði til Seðlabankans. Saga seðla- og myntútgáfu á Íslandi er þó mun lengri.

Seðlar og mynt
Seðlar og mynt

Alls eru fimm fjár­hæðir í seðlum og fimm fjár­hæðir í mynt í gildi sem lögeyrir á Íslandi. 
Eftir­talinn lögeyrir er í gildi á Íslandi: Seðlar að fjárhæð kr. 10.000, 5.000, 2.000, 1.000 og 500, og mynt að fjárhæð kr. 100, 50, 10, 5 og 1.

Seðl­arnir eru hann­aðir af Kristínu Þorkels­dóttur ásamt Stephen A. Fair­bairn. Myntin er hönnuð af Þresti Magnús­syni.

Undir­skrift banka­stjóra er á hverjum seðli. Á öllum seðlum er vatns­merki með andlits­mynd af Jóni Sigurðs­syni, fyrrum forseta Alþingis. Seðlar og mynt eru ávísun á verð­mæti og greiða þannig fyrir viðskiptum. Peningar eru þannig nauð­syn­legur þáttur í nútíma­hag­kerfi, þótt ýmis önnur greiðslu­form hafi komið til sögunnar. Að jafnaði er talað um að peningar gegni þrenns konar hlut­verki. Þeir eru greiðslumið­ill, þ.e. greiða fyrir viðskiptum. Þá eru þeir geymslumið­ill, þ.e. hægt er að geyma verð­mæti í peningum. Í þriðja lagi eru peningar mæliein­ing, þ.e. með þeim er mælt verð­mæti hluta.

Gagnlegt efni

Nokkur atriði úr annál íslenskra peningamála fram til stofnunar Seðlabanka Íslands(234,93 KB)Brot úr sögu bankans og sögu peningamála(56,43 KB)Opinber gjaldmiðill á Íslandi - 2. útg. október 2002 (Myntrit 3)(1,28 MB)

Ath.: Á bls. 66-68 í myntritinu er nefnd samstæðan „Íslensk mynt árið 2001“. Þar á að standa „Íslensk mynt árið 2000“.