Fyrst settur í umferð árið 1995. Stærð seðilsins er 70 x 150 mm.
Aðallitur er brúnn og gulur á framhlið, en blár og gulur á bakhlið.
Á framhlið er mynd af Jóhannesi S. Kjarval listmálara; að baki hans er stílfærður hluti af málverki Kjarvals, Úti og inni.
Á bakhlið má sjá myndina Flugþrá eftir Kjarval og teikningu hans, Kona og blóm.
Blindramerki er upphleyptur opinn þríhyrningur á framhlið.
Skoða seðil
Yfirlit yfir öryggisþætti
Öryggisþættir hafa verið til staðar í seðlum í mörg hundruð ár. Einn fyrsti öryggisþátturinn í seðlum var handskrifuð undirskrift, en margir þættir hafa bæst við, svo sem sérunninn pappír, vatnsmerki, öryggisþráður og upphleypt prentun. Síðustu ár hafa seðlabankar sett í umferð nýja seðla með fleiri og fullkomnari öryggisþáttum. Einnig hafa nokkrir seðlabankar uppfært eldri seðla sína í sama tilgangi. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir öryggisþætti tvö þúsund króna seðilsins.
Örletur í tölum
Í dökkum flötum í tölustöfunum 2000 á framhlið og bakhlið er örletur sem unnt er að greina með stækkunargleri. Letrið myndar í sífellu skammstöfunina SÍ.
Blindramerki
Á framhlið seðilsins er sérstakt merki, þríhyrningur sem er upphleyptur til glöggvunar fyrir blinda og sjónskerta.
Upphleypt prentun
Á báðum hliðum seðilsins er upphleypt prentun sem nema má með fingurgómi.
Pappírsgerð
Pappír er úr hrábómull og hefur viðkomu ólíka venjulegum pappír.
Öryggisþráður
Öryggisþráður er um þveran seðilinn.
Vatnsmerki
Í vatnsmerki er andlitsmynd Jóns Sigurðssonar forseta. Merkið sést vel ef seðli er haldið móti birtu. Myndin sést á báðum hliðum seðilsins.
Númer á vinstri hlið
Númer til vinstri á framhlið er sjálflýsandi undir útfjólubláu ljósi.
Undirskriftir
Áritun bankastjóra verður sjálflýsandi undir útfjólubláu ljósi.
Upphleypt prentun
Í línu yfir mynd sem er neðst til hægri á bakhlið er örletur sem unnt er að greina með stækkunargleri. Letrið myndar í sífellu orðin SEÐLABANKI ÍSLANDS.
Númer á hægri hlið
Númer til hægri á framhlið er sjálflýsandi undir útfjólubláu ljósi.