Seðlabanki Íslands vill auðvelda fólki að hafa samband við bankann í erindagjörðum sínum. Hægt er að hringja í númer Seðlabankans, 560-9600 eða að senda tölvupóst á sedlabanki@sedlabanki.is. Til hægðarauka er einnig hægt að senda fyrirspurn eða ábendingu í gegnum vef bankans, sjá hér að neðan, og fara fyrirspurnirnar og ábendingarnar þá að jafnaði hraðar eftir fyrirfram ákveðnum og reyndum leiðum til þeirra starfsmanna sem eru best til þess fallnir að taka við þeim og afgreiða. Mögulega henta einhverjar af neðangreindum leiðum þér?
Ef þú ert með almenna fyrirspurn eða ábendingu til Seðlabanka Íslands, t.d. vegna heimasíðu bankans, getur þú sent okkur skilaboð.
Ef þú ert starfsmaður eftirlitsskyldra aðila, opinberra aðila eða úr hópi sérfræðinga sem starfa fyrir þessa aðila getur þú sent okkur fyrirspurn.
Ef þú ert neytandi sem hefur átt viðskipti við eftirskylda aðila (m.a. banka, vátryggingafélög, lífeyrissjóði) og þarft leiðbeiningar í tengslum við þau samskipti getur þú sent okkur fyrirspurn eða ábendingu.
Ef þú telur að þú hafir orðið var/vör við starfsemi sem sé án nauðsynlegs leyfis eða skráningar ertu vinsamlegast beðin(n) um að koma upplýsingum um það á framfæri.
Ef þú hefur upplýsingar um brot eða grun um brot og tilraunir til brota á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem gilda um aðila sem eru undir opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi ertu vinsamlegast beðin(n) um að tilkynna það.