Meginmál

Hér má finna öll lög, reglugerðir og reglur sem varða fjármálaþjónustu auk leiðbeinandi tilmæla, umræðuskjala, túlkana og spurt og svarað sem Seðlabanki Íslands hefur sett eða gefið út. Til að finna skjal má slá inn leitarorð, svo sem heiti eða númer þess. Einnig er hægt að afmarka leitarskilyrði eftir ártali, tegund skjals og starfsemi eftirlitsskyldra aðila. Þá er hægt að fletta upp þeim réttarheimildum sem felldar hafa verið úr gildi.

Lög

Alþingi setur lög um starfsemi eftirlitsskyldra aðila, s.s. banka, lífeyrissjóða, vátryggingafélaga og rekstrarfélaga verðbréfasjóða, og um fjármálamarkaðinn. Hér má finna lög sem gilda um framangreind efni, en einnig lög sem varða starfsemi Seðlabanka Íslands.

Reglugerðir

Ráðuneyti sem fara með stjórnarmálefni sem tengjast fjármálaþjónustu setja reglugerðir sem útfæra nánar ákvæði laga. Hér er að finna þær reglugerðir sem gilda um starfsemi eftirlitsskyldra aðila og fjármálamarkaðinn.

Reglur

Seðlabanki Íslands setur reglur sem útfæra nánar ákvæði laga. Hér er að finna þær reglur sem gilda um starfsemi eftirlitsskyldra aðila og fjármálamarkaðinn.

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli veita nánari skýringar á ákvæðum laga og reglna, og eru til leiðbeiningar um hvað telst til heilbrigðra og eðlilegra viðskiptahátta. Hér má finna þau leiðbeinandi tilmæli sem Seðlabankinn hefur gefið út.

Spurt og svarað/Túlkanir

Seðlabankinn gefur út spurt og svarað og túlkanir til að auka gagnsæi um framkvæmd eftirlits og jafnframt veita eftirlitsskyldum aðilum og öðrum sem efnið varðar meira öryggi við beitingu laga og reglna. Hér er hægt að nálgast spurt og svarað og túlkanir sem Seðlabankinn hefur birt.

EES viðmiðunarreglur

Seðlabankinn tekur upp viðmiðunarreglur sem Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA), Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin (EIOPA og Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) gefa út. Hér má finna EES viðmiðunarreglur sem Seðlabankinn hefur tekið upp.