Leiðbeinandi tilmæli um samskipti Fjármálaeftirlitsins og ytri endurskoðenda eftirlitsskyldra aðila sem jafnframt eru einingar tengdar almannahagsmunum
Númer | 4/2015 |
---|---|
Flokkur | Leiðbeinandi tilmæli |
Dagsetning | 4. júní 2015 |
Starfsemi | Vátryggingafélög, Lífeyrissjóðir, Viðskiptabankar |
Viðbótarupplýsingar |
Leiðbeinandi tilmæli þessi fjalla í megindráttum um hvernig samskiptum og upplýsingamiðlun milli Fjármálaeftirlitsins og ytri endurskoðenda skuli háttað. Þrátt fyrir víðtækt gildissvið er ekki talin þörf á að regluleg samskipti samkvæmt þessum tilmælum eigi sér stað við ytri endurskoðendur annarra eftirlitsskyldra aðila en þeirra sem teljast til eininga tengda almannahagsmunum og eru ofarlega í áhrifavægisflokkun Fjármálaeftirlitsins. Listi yfir þá aðila verður birtur á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Aftur á móti er möguleiki á slíkum samskiptum við ytri endurskoðendur annarra eftirlitsskyldra aðila ef þörf krefur. Samskiptaviðmiðin sem fram koma í öðrum kafla tilmælanna eru byggð á þeim sjónarmiðum sem fram koma í leiðbeiningum Basel-nefndarinnar um ytri endurskoðun banka, sem einnig liggja til grundvallar tilteknum þáttum reglugerðar nr. 537/2014 um sérstakar kröfur sem gerðar eru til lögbundinnar endurskoðunar eininga tengdum almannahagsmunum og innleidd verður hér á landi. Þrátt fyrir að stuðst sé við leiðbeiningar um ytri endurskoðun banka telur Fjármálaeftirlitið að sjónarmið þau sem þar koma fram geti átt við um aðrar einingar tengdar almannahagsmunum. |
Skjöl |