Meginmál

Leiðbeinandi tilmæli um reikningsskil vátryggingafélaga

ATH: Ekki í gildi
Númer 4/2002
Flokkur Leiðbeinandi tilmæli
Dagsetning 12. apríl 2002
Starfsemi Vátryggingafélög
Viðbótarupplýsingar

Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um reikningsskil vátryggingafélaga. Reglugerð nr. 613/1996 um ársreikninga og samstæðureikninga vátryggingafélaga annarra en líftryggingafélaga var sett til lögfestingar á tilskipun 91/674/EBE um ársreikninga og samstæðureikninga vátryggingafélaga. Sérstök reglugerð, nr. 612/1996, var sett til þess að lögfesta ákvæði tilskipunarinnar um líftryggingafélög. Í ljósi reynslu af tilskipuninni og reglugerðunum skipaði iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið nefnd til þess að endurskoða reglugerðirnar og skilaði nefndin áliti í lok nóvember 2001.

Reglugerð 613/1996 var breytt með reglugerð 956/2001, sem sett var í samræmi við tillögur fyrrgreindrar nefndar. Breytt var 10., 52. og 69. gr. ársreikningareglugerðarinnar.

Ekki voru gerðar breytingar á reglugerð 612/1996. Í skýrslu um störf sín beindi nefndin auk þess tilmælum til vátryggingafélaga og til Fjármálaeftirlitsins um framkvæmd á reglugerðinni og um atriði sem nefndin taldi að ekki þyrfti að ákveða með reglugerð, en Fjármálaeftirlitið gæti gefið út túlkun eða leiðbeiningar um. Leiðbeinandi tilmæli 4/2002 eru sett til að veita leiðbeiningar um slík atriði, í framhaldi af nefndri skýrslu.

Þessi leiðbeinandi tilmæli varða túlkun og framkvæmd á reglugerð 613/1996 um ársreikninga og samstæðureikninga vátryggingafélaga annarra en líftryggingafélaga. Tilmæli þessi lúta eingöngu að gerð ársreikninga.

Skjöl

Tengt efni

Reglugerðir

Reglur

Efni sem vísar hingað

Engar færslur vísa á þessa færslu.