Meginmál

Leiðbeinandi tilmæli um rétt tjónþola til bótagreiðslu með fyrirvara

Númer 3/2002
Flokkur Leiðbeinandi tilmæli
Dagsetning 25. janúar 2002
Starfsemi Vátryggingafélög, Vátryggingamiðlanir, Vátryggingamiðlarar
Viðbótarupplýsingar

Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um rétt tjónþola til bótagreiðslu með fyrirvara.  Markmið eftirfarandi tilmæla er að vátryggjendur hagi tjónsuppgjörum sínum í samræmi við ófrávíkjanlegt ákvæði 24. gr. laga um vátryggingarsamninga, nr. 20/1954, og móti sér verklag sem miðar að því að tjónþoli fái greinargóðar upplýsingar um bótarétt sinn og fái greiddar án ástæðulausrar tafar þær bætur sem honum ber. Ef ekki eru komnar fram allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að meta bótaskylduna, eða ef ágreiningur er uppi um túlkun laga, skilmála eða önnur atriði, sé tjónþola eftir því sem unnt er greiddar bætur að hluta til í samræmi við ákvæði tilmælanna.

Skjöl

Tengt efni

Lög

Reglur

Efni sem vísar hingað

Engar færslur vísa á þessa færslu.