Meginmál

Leiðbeinandi tilmæli um innri endurskoðun vátryggingafélaga

ATH: Ekki í gildi
Númer 7/2014
Flokkur Leiðbeinandi tilmæli
Dagsetning 8. janúar 2015
Starfsemi Vátryggingafélög
Viðbótarupplýsingar

Fjármálaeftirlitið gefur hér með út leiðbeinandi tilmæli um innri endurskoðun hjá vátryggingafélögum. Tilmælin eru byggð á ákvæðum undirbúningstilmæla EIOPA um stjórnkerfi (e. Guidelines on System of Governance) en samkvæmt Solvency II tilskipuninni er innri endurskoðun ein af grunnstoðum stjórnkerfis vátryggingafélaga. Þá var við gerð tilmælanna höfð hliðsjón af alþjóðlegum stöðlum og siðareglum um innri endurskoðun sem alþjóðasamtök innri endurskoðenda (e.IIA, the Institute of Internal Auditors) hafa sett fram, viðmiðum ISACA,2 ásamt öðrum viðeigandi alþjóðlegum viðmiðum.3 Framkvæmd innri endurskoðunar í samræmi við leiðbeinandi tilmæli þessi skal jafnframt fara eftir þeim alþjóðlegu stöðlum sem hér um ræðir.

Áðurnefnd tilmæli EIOPA eru meðal þeirra tilmæla sem sett voru í þeim tilgangi að virkja eftirlitsstjórnvöld og vátryggingafélög í undirbúningi Solvency II, svokölluð undirbúningstilmæli (e. preparatory guidelines). Markmið þessara tilmæla Fjármálaeftirlitsins er því fyrst og fremst að stuðla að viðeigandi undirbúningi vátryggingafélaga fyrir gildistöku Solvency II.

Efnisorð
Skjöl

Tengt efni

Lög

Umræðuskjöl

Efni sem vísar hingað