Meginmál

Leiðbeinandi tilmæli um starfsemi vísitölusjóða og kauphallarsjóða

ATH: Ekki í gildi
Númer 1/2015
Flokkur Leiðbeinandi tilmæli
Dagsetning 20. mars 2015
Starfsemi Rekstrarfélög verðbréfasjóða
Viðbótarupplýsingar

Fjármálaeftirlitið gefur hér með út leiðbeinandi tilmæli um starfsemi vísitölusjóða og kauphallarsjóða (UCITS ETF) á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998.

Tilmælin varða fyrst og fremst upplýsingagjöf vegna starfsemi slíkra sjóða og er ætlað að stuðla að því að slíkir sjóðir sem starfa hér á landi, veiti fjárfestum tilteknar upplýsingar í samræmi við bestu framkvæmd eins og hún hefur verið afmörkuð í viðmiðunarreglum (e. guidelines) Evrópska verðbréfa- og markaðseftirlitsins, ESMA/2014/937. Umræddar viðmiðunarreglur hafa að geyma meira efni en kemur fram í þessum leiðbeinandi tilmælum. Á meðal efnis sem finna má í viðmiðunarreglunum, sem ekki er að finna í þessum tilmælum, er umfjöllun um hæfar tryggingar og framkvæmd viðskipta vegna afleiðusamninga. Þá umfjöllun verður að finna í öðrum leiðbeinandi tilmælum sem Fjármálaeftirlitið fyrirhugar að gefa út síðar á árinu 2015, ásamt reglum um áhættustýringu verðbréfasjóða. Í þessum tilmælum er að finna tilvísun í ofangreindar viðmiðunarreglur sem verða teknar upp á árinu 2015. Áður en til þess kemur þarf því að líta til enskrar útgáfu á CESR Guideline 10-788, líkt og fram kemur í þessum tilmælum. Fjármálaeftirlitið mælist til þess að eftirlitsskyldir aðilar kynni sér viðmiðunarreglurnar og hafi til hliðsjónar í störfum sínum. Gert er ráð fyrir að birtar verði upplýsingar í útboðslýsingum sjóða, lykilupplýsingum (KIID), markaðsefni og ársreikningum.

Skjöl

Tengt efni

Umræðuskjöl

Efni sem vísar hingað

Engar færslur vísa á þessa færslu.