Leiðbeinandi tilmæli um innra eftirlit og áhættustýringu hjá fjármálafyrirtækjum
Númer | 1/2002 |
---|---|
Flokkur | Leiðbeinandi tilmæli |
Dagsetning | 17. janúar 2002 |
Starfsemi | Viðskiptabankar, Sparisjóðir, Lánafyrirtæki, Verðbréfafyrirtæki, Verðbréfamiðlanir, Rekstrarfélög verðbréfasjóða |
Viðbótarupplýsingar |
Í meðfylgjandi leiðbeinandi tilmælum eru settar fram lágmarkskröfur varðandi innra eftirlit og áhættustýringu hjá fjármálafyrirtækjum. Í tilmælunum er sérstök áhersla lögð á ábyrgð og skyldur stjórna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja. Fyrirmyndin er sótt til grunnreglna um þetta efni sem Basel-nefndin um bankaeftirlit sendi frá sér á árinu 1998. Með fullnægjandi innra eftirliti og áhættustýringu hjá fjármálafyrirtækjum aukast líkur á að starfsemi og fjárhagsstaða þeirra séu í ásættanlegu horfi með hliðsjón af hagsmunum viðskiptamanna. Reynslan sýnir að undanfari erfiðleika í starfsemi fjármálafyrirtækja hefur verið skortur á yfirsýn stjórnenda, ófullnægjandi markmiðssetning varðandi áhættutöku og veikleikar í innra eftirliti. Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegt að stuðla að styrkingu á þessum þáttum í starfsemi þessara fyrirtækja með útgáfu leiðbeinandi tilmæla. Höfð hafa verið til hliðsjónar ákvæði 8. mgr. 62. gr. laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, með síðari breytingum, 2. mgr. 11. gr. laga nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, með síðari breytingum, 8. mgr. 42. gr. laga nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti, með síðari breytingum, og 1. mgr. 43. gr. laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi, með síðari breytingum. |
Skjöl |