Lög nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða
III. kafli. Skilyrði fyrir starfsemi rekstraraðila og skipulagskröfur
Efnisorð: AIFMD, ESMA
Sé dagslokagengi ekki fyrir hendi á útreikningsdegi innlausnarvirðis hlutdeildarskírteina telur Fjármálaeftirlitið, í samræmi við meginreglu 1. málsl. 2. mgr. 26. gr., að rekstraraðili skuli meta hvort markaðsaðstæður hafi breyst í þá veru að síðasta skráða dagslokagengi endurspegli ekki raunverulegt virði fjármálagernings. Við slíkar aðstæður skal virði fjármálagernings fara skv. 3. mgr. 26. gr. og vera háð mati rekstraraðila, undir eftirliti vörsluaðila og endurskoðanda, að teknu tilliti til markaðsaðstæðna hverju sinni. Rekstraraðili skal jafnframt halda skrá yfir mat slíkra eigna á hverjum tíma þar sem fram koma forsendur fyrir mati á eignunum.
Dagsetning: 5.apríl 2024
Efnisorð: AIFMD, ESMA
Já, að því gefnu að rekstraraðili grípi til allra eðlilegra ráðstafanna til þess að greina, koma í veg fyrir, stýra og vakta hagsmunaárekstra sem af slíku fyrirkomulagi leiðir sbr. 1. mgr. 22. gr.
Dagsetning: 5.apríl 2024
Efnisorð: AIFMD, ESMA
Já, að því gefnu að rekstraraðili grípi til allra eðlilegra ráðstafanna til þess að greina, koma í veg fyrir, stýra og vakta hagsmunaárekstra sem af slíku fyrirkomulagi leiðir sbr. 1. mgr. 22. gr.
Dagsetning: 5.apríl 2024
Efnisorð: AIFMD, ESMA
Fjármálaeftirlitið telur að viðmiðunarreglurnar nái fyrst og fremst yfir þá rekstraraðila sem fengið hafa starfsleyfi sem rekstraraðilar sérhæfðra sjóða skv. 6. gr. laga nr. 45/2020. Fjármálaeftirlitið bendir þó smærri rekstraraðilum, sem starfa á grundvelli skráningar skv. 7. gr. laganna, að líta til umræddra viðmiðunarreglna við útfærslu á bestu framkvæmd í starfsemi sinni. Hins vegar gilda leiðbeinandi tilmæli nr. 6/2014 um útvistun hjá eftirlitsskyldum aðilum og leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2019 vegna áhættu við rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila, eftir sem áður um starfsemi skráðra rekstraraðila.
Dagsetning: 5.apríl 2024
VIII. kafli. Markaðssetning sérhæfðra sjóða innan EES
Efnisorð: AIFMD, ESMA
Í öfugri tilboðsgjöf felst að fjárfestir hefur frumkvæði að kaupum í sérhæfðum sjóði án tilboðs eða hvatningar af hálfu rekstraraðila eða þriðja aðila sem kemur fram fyrir hönd rekstraraðila. Það er á ábyrgð rekstraraðila að skilyrði öfugrar tilboðsgjafar séu uppfyllt og ber hann fyrir því sönnunarbyrði.
Dagsetning: 5. apríl 2024
Efnisorð: AIFMD, ESMA
Fjármálaeftirlit Seðlabankans telur með hliðsjón af samræmdri framkvæmd í Evrópu sem endurspeglast í tilskipun (EU) 2019/1160 og reglugerð (ESB) 2019/1156 er varðar dreifingu sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landamæri að aðilum sem hafa starfsleyfi innan EES sé heimilt að kanna áhuga fjárfesta á sérhæfðum sjóði áður en heimild til markaðssetningar liggur fyrir, að þeim skilyrðum sem þar er að finna uppfylltum. Rekstraraðila er hins vegar óheimilt að selja hlutdeildarskírteini eða hluti, eða taka við áskriftarloforðum í sérhæfðum sjóði áður en heimild til markaðssetningar liggur fyrir.
Dagsetning: 5. apríl 2024
Efnisorð: AIFMD, ESMA
Nei, þar sem ákvæði sem gilda um starfsemi og eftirlit með aðilum utan EES eru ekki samræmd telur Fjármálaeftirlitið að rekstraraðilum sem eru með staðfestu utan EES sé óheimilt að kanna áhuga fjárfesta fyrir sérhæfðum sjóði áður en heimild til markaðssetningar hér á landi skv. 63. – 65. gr. laga nr. 45/2020 liggur fyrir.
Dagsetning: 5. apríl 2024
X. kafli. Sérhæfðir sjóðir fyrir almenna fjárfesta
Efnisorð: AIFMD, ESMA
Þegar gefið er út innlánsskilríki sbr. 114. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sem uppfyllir skilyrði viðskiptabréfa og líftími eða endurmatstímabil þess er ekki umfram 397 daga. Innlán, þ.m.t. svokallaðir innlánssamningar, teljast ekki til peningamarkaðsgerninga nema innlánsskírteini hafi verið gefið út.
Dagsetning: 5. apríl 2024
Efnisorð: AIFMD, ESMA
Þeir markaðir sem opnir eru almenningi, starfa reglulega og lúta eftirliti eftirlitsstjórnvalds sem telst vera fullgildur (e. ordinary) meðlimur í alþjóðasamtökum verðbréfaeftirlita (IOSCO) séu viðurkenndir með þeim hætti sem Fjármálaeftirlitið metur gildan.
Dagsetning: 5. apríl 2024
Efnisorð: AIFMD, ESMA
Ef ekki er unnt að reikna hlutfall fjárfestingar samkvæmt 2. – 4. tölul. 94. gr. á þeim tíma þegar fjárfesting á sér stað skal sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta reikna hlutfall um leið og fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir. Ef fjárfesting er umfram leyfileg mörk 2. – 4. tölul. 94. gr. laganna þegar fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir skal fara með fjárfestinguna í samræmi við 96. gr. Ef fyrirsjáanlegt er við töku ákvörðunar að ekki sé unnt að reikna hlutfall til framtíðar er fjárfesting óheimil.
Dagsetning: 24. apríl 2024
Efnisorð: AIFMD, ESMA
Miða skal hlutfall fjárfestingar við heildarfjölda útgefinna bréfa.
Dagsetning: 5. apríl 2024
Efnisorð: AIFMD, ESMA
Fjármálaeftirlitið telur að fjárfestingar í einkahlutafélögum séu sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta ekki heimilar þar sem fjárfesting í einkahlutafélögum fellur ekki undir neina af fjárfestingarheimildum sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta skv. b. hluta X. kafla laganna.
Dagsetning: 5. apríl 2024
Efnisorð: AIFMD, ESMA
Tilkynningar skv. 96. gr. skulu berast í gegnum þjónustugátt Fjármálaeftirlitsins.
Dagsetning: 5. apríl 2024
Efnisorð: AIFMD, ESMA
Samkvæmt 96. gr. skal tilkynning berast án tafar. Í framkvæmd hefur Fjármálaeftirlitið miðað við að tilkynning berist innan sólarhrings frá því að upp komst að fjárfesting hafi farið fram úr leyfilegum mörkum samkvæmt lögunum.
Dagsetning: 5. apríl 2024
Efnisorð: AIFMD, ESMA
Samkvæmt 96. gr. skulu þegar gerðar ráðstafanir til úrbóta og skal lögmæltu hámarki í síðasta lagi náð innan þriggja mánaða. Að mati Fjármálaeftirlitsins felst í framangreindu að sjóðnum ber að selja eða grípa til annarra ráðstafana til að ná lögmæltu hámarki án ástæðulauss dráttar. Í því felst að sjóðnum sé þá þegar skylt að leita tilboða í eignina og selja fáist viðunandi markaðsverð fyrir séu aðrar ráðstafanir ekki tækar. Í tengslum við framangreint er áréttað að Fjármálaeftirlitið lítur svo á að sjóðnum sé óheimilt, þrátt fyrir væntingar um bættar markaðsaðstæður eða aukið innflæði, að fresta sölu seljanlegra eigna sjóða sem eru umfram fjárfestingarheimildir laganna.
Dagsetning: 5. apríl 2024
Efnisorð: AIFMD, ESMA
Já, að mati Fjármálaeftirlitsins eru fjárfestingarheimildir 1. tölul. óháðar fjárfestingarheimildum 4. tölul.
Dagsetning: 5. apríl 2024