Lög nr. 128/2011 um verðbréfasjóði
I. kafli. Almenn ákvæði
Efnisorð: UCITS, ESMA
Þegar gefið er út innlánsskilríki sbr. 114. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sem uppfyllir skilyrði viðskiptabréfa og líftími eða endurmatstímabil þess er ekki umfram 397 daga. Innlán, þ.m.t. svokallaðir innlánssamningar, teljast ekki til peningamarkaðsgerninga nema innlánsskírteini hafi verið gefið út.
Dagsetning 1. júní 2021
II. kafli. Verðbréfasjóðir
Efnisorð: UCITS, ESMA
Þeir markaðir sem opnir eru almenningi, starfa reglulega og lúta eftirliti eftirlitsstjórnvalds sem telst vera fullgildur (e. ordinary) meðlimur í alþjóðasamtökum verðbréfaeftirlita (IOSCO) séu viðurkenndir með þeim hætti sem Fjármálaeftirlitið metur gildan.
Dagsetning: 1. júní 2021
Efnisorð: UCITS, ESMA
Ef ekki er unnt að reikna hlutfall fjárfestingar samkvæmt 2. – 4. tölul. 40. gr. á þeim tíma þegar fjárfesting á sér stað skal verðbréfasjóður reikna hlutfall um leið og fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir. Ef fjárfesting er umfram leyfileg mörk 2. – 4. tölul. 40. gr. laganna þegar fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir skal fara með fjárfestinguna í samræmi við 43. gr.
Ef fyrirsjáanlegt er við töku ákvörðunar að ekki sé unnt að reikna hlutfall til framtíðar er fjárfesting óheimil
Dagsetning 1. júní 2021
Efnisorð: UCITS, ESMA
Miða skal hlutfall fjárfestingar við heildarfjölda útgefinna bréfa.
Dagsetning: 1. júní 2021
Efnisorð: UCITS, ESMA
Fjármálaeftirlitið telur að fjárfestingar í einkahlutafélögum séu verðbréfasjóðum ekki heimilar þar sem fjárfesting í einkahlutafélögum fellur ekki undir neina af fjárfestingarheimildum verðbréfasjóða skv. f. hluta II. kafla laganna.
Dagsetning: 1. júní 2021
Efnisorð: UCITS, ESMA
Tilkynningar skv. 43. gr. skulu berast í gegnum þjónustugátt Fjármálaeftirlitsins.
Dagsetning: 1. júní 2021
Efnisorð: UCITS, ESMA
Samkvæmt 43. gr. skal tilkynning berast án tafar. Í framkvæmd hefur Fjármálaeftirlitið miðað við að tilkynning berist innan sólarhrings frá því að upp komst að fjárfesting hafi farið fram úr leyfilegum mörkum samkvæmt lögunum.
Dagsetning: 1. júní 2021
Efnisorð: UCITS, ESMA
Samkvæmt 43. gr. skulu þegar gerðar ráðstafanir til úrbóta og skal lögmæltu hámarki í síðasta lagi náð innan þriggja mánaða. Að mati Fjármálaeftirlitsins felst í framangreindu að sjóðnum ber að selja eða grípa til annarra ráðstafana til að ná lögmæltu hámarki án ástæðulauss dráttar. Í því felst að sjóðnum sé þá þegar skylt að leita tilboða í eignina og selja fáist viðunandi markaðsverð fyrir séu aðrar ráðstafanir ekki tækar. Í tengslum við framangreint er áréttað að Fjármálaeftirlitið lítur svo á að sjóðnum sé óheimilt, þrátt fyrir væntingar um bættar markaðsaðstæður eða aukið innflæði, að fresta sölu seljanlegra eigna sjóða sem eru umfram fjárfestingarheimildir laganna.
Dagsetning: 1. júní 2021
Reglugerð 1166/2013, um fjárfestingarheimildir verðbréfasjóða, innlausn, markaðssetningu erlendra sjóða og upplýsingagjöf
Efnisorð: UCITS, ESMA
Sé dagslokagengi ekki fyrir hendi á útreikningsdegi innlausnarvirðis hlutdeildarskíteina telur Fjármálaeftirlitið að túlka beri 2. mgr. 4. gr. reglugerðar 1166/2013 til samræmis við meginreglu 1. mgr. 28. gr. laga nr. 128/2011 og 1. mgr. 4. gr. sömu reglugerðar. Í framangreindri meginreglu felst að sé skráðu dagslokagengi ekki fyrir að fara á útreikningsdegi innlausnarvirðis hlutdeildarskírteina skuli rekstrarfélag meta hvort markaðsaðstæður hafi breyst í þá veru að síðasta skráða dagslokagengi endurspegli ekki raunverulegt virði fjármálagernings. Við slíkar aðstæður skal virði fjármálagernings fara skv. 5. gr. reglugerðar 1166/2013 og vera háð mati rekstrarfélags, undir eftirliti vörslufélags og endurskoðanda, að teknu tilliti til markaðsaðstæðna hverju sinni. Rekstrarfélag skal jafnframt halda skrá yfir mat slíkra eigna á hverjum tíma þar sem fram koma forsendur fyrir mati á eignunum.
Dagsetning: 1. júní 2021