Fara beint í Meginmál

Lög nr. 100/2016 um vátryggingastrfsemi, sbr. tilskipun 2009/138/EB (Solvency II)

Hlutfallsreglan

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Starfssvið áhættustýringar og tryggingastærðfræðings eru hluti af lykilstarfssviðum vátryggingafélaga, sbr. 34. tl. 1. mgr. 6. gr. vtsl. Í 2. mgr. 39. gr. vtsl. er kveðið á um að stjórnkerfi vátryggingafélaga skuli að lágmarki fela í sér gagnsætt og viðeigandi stjórnskipulag með skýrri dreifingu og aðgreiningu ábyrgðar. Þá ber vátryggingafélögum að tryggja að starfssviðin geti starfað á hlutlausan, sanngjarnan og sjálfstæðan hátt, sbr. 1. mgr. 268. gr. Solvency II reglugerðarinnar, og að úthlutun verkefna til einstaklinga og starfssviða hindri ekki eða sé líkleg til að hindra viðkomandi aðila í að sinna tilteknu starfi á traustan, heiðarlegan og hlutlægan hátt, sbr. g-lið 1. mgr. 258. gr. Solvency II reglugerðarinnar. Til að tryggja framangreind skilyrði og koma í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra vegna verkaskiptingar er skilvirkast að aðskilja starfssviðin. Á grundvelli hlutfallsreglunnar er þó mögulegt að réttlæta að sama deildin eða starfseiningin sinni hlutverkum beggja þessara lykilstarfssviða, en skoða þarf sérstaklega hvert tilfelli fyrir sig. Fjallað er um lykilstarfssvið í IX. kafla I. bálks (258 – 267. gr.) Solvency II reglugerðarinnar.

Dagsetning: nóvember 2020

Gjaldþolskrafa

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Viðskiptavild skal verðlögð á núll við gjaldþolsútreikninga, sbr. 1. tl. 12. gr. Solvency II reglugerðarinnar. Aðrar óefnislegar eignir geta aðeins komið til greina ef hægt er að selja hina óefnislegu eign sérstaklega og fyrirliggjandi er markaðsverð á virkum markaði fyrir eignina eða sambærilega óefnislega eign, sbr. 2. tl. sömu greinar og 10. gr. Solvency II reglugerðarinnar. Við gjaldþolsútreikning er viðkomandi eign verðlögð miðað við 80% af framangreindu markaðsverði hennar skv. 203. gr. Solvency II reglugerðarinnar.

Dagsetning: nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Fyrirhugað er að breyta umræddu ákvæði þannig að reiknað verði með tapi stærstu áhættu félagsins í sjótryggingum óháð tegund áhættunnar. Þangað til ákvæðinu hefur verið breytt mælist Fjármálaeftirlitið til að sú aðferð sé notuð til að tryggja að sjófarsáhætta mælist í útreikningi gjaldþolskröfu.

Dagsetning: nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Gjaldþolskrafa er reiknuð miðað við stöðu vátryggingafélags um áramót og er áhættan á verulegu eignahruni reiknuð inn í markaðsáhættu. Það er möguleiki á því að eignahrun verði í upphafi árs, áður en félagið getur greitt út arð. Eignirnar sem ætlaðar voru til arðgreiðslunnar væru þar með ekki lengur til staðar. Það er því varfærið að taka tillit til allra eigna við útreikning á markaðsáhættu, burtséð frá því hvort standi til að selja þær vegna arðgreiðslu eða ekki.

Dagsetning: nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Vátryggingafélag skal nota það skatthlutfall sem það gerir samkvæmt áætlunum sínum ráð fyrir að þurfa að greiða í nánustu framtíð til að reikna af gjaldþolslið sem myndast vegna mismunar á stöðu vátryggingaskuldar skv. IFRS og Solvency II efnahagsreikningnum. Samkvæmt 71. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt er sérstakur fjársýsluskattur reiknaður á hagnað umfram kr. 1.000.000.000.

Fjármálaeftirlitið telur að skv. gildandi lögum eigi að notast við 20% skatthlutfall við aðlögun vegna frestaðra skatta (e. adjustment for deferred tax). Helgast það m.a. af því að samkvæmt 71. gr. laga um tekjuskatt er við útreikning fjársýsluskatts ekki tekið tillit til yfirfæranlegs taps.

Dagsetning: nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Vátryggingafélag skal reikna gjaldþolskröfu eigi sjaldnar en einu sinni á ár og ef áhættusnið vátryggingafélags hefur breyst verulega frá forsendum sem byggt var á, sbr. 1. mgr. 98. gr. vtsl. Gjaldþolskrafan á að vera framsýnn áhættumælikvarði og taka til þegar gerðra samninga sem og væntanlegrar útgáfu nýrra vátryggingarsamninga næstu 12 mánuði, sbr. 1 mgr. 97. gr. vtsl. 

Vátryggingafélag skal ákvarða lágmarksfjármagn (e. Minimum Capital Requirement, MCR) a.m.k. ársfjórðungslega, sbr. 2 mgr. 112. gr. vtsl. Við ársfjórðungslegan útreikning á lágmarksfjármagni er heimilt að nota síðustu reiknuðu gjaldþolskröfu, sbr. 2. ml. 2. mgr. 112. gr. vtsl., nema verulegar breytingar hafi orðið á áhættusniði félagsins sem gera það að verkum að endurreikna skal gjaldþolskröfu, sbr. lokamálslið 1. mgr. 98. gr. vtsl.

Dagsetning: nóvember 2020

Markaðsáhætta

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Gjaldþolskrafa vátryggingafélags samanstendur hið minnsta af þeim áhættuþáttum sem tilgreindir eru í 2. mgr. 97. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi („vtsl.") og tekur mið af þeim áhættuvörnum sem eru til staðar, sbr. 4. mgr. sömu greinar. Í V. kafla I. bálks Solvency II reglugerðarinnar er að finna ítarleg ákvæði um útreikning á gjaldþolskröfu skv. staðalreglunni. Gjaldþolskrafa vegna vikáhættu reiknast á skuldabréf, útlán, stöður vegna verðbréfunar (e. securitization positions) og skuldaafleiður, sbr. 5. undirþátt 5. þáttar V. kafla I. bálks Solvency II reglugerðarinnar. Gjaldþolskrafa vegna samþjöppunaráhættu reiknast á áhættuskuldbindingar, sem ekki eru teknar fyrir í útreikningi á mótaðilaáhættu, sbr. 6. undirþátt 5. þáttar V. kafla I. bálks Solvency II reglugerðarinnar.

Í 2. mgr. 180. gr. Solvency II reglugerðarinnar kemur meðal annars fram að við útreikning á vikáhættu skuli úthluta 0% áhættustuðli vegna áhættuskuldbindinga í formi skuldabréfa og lána sem eru að fullu, óskilyrt og óafturkræft, tryggð (e. guaranteed) af aðildarríkjum, ef viðkomandi ábyrgð uppfyllir skilyrði 215. gr. reglugerðarinnar. Sambærilegt ákvæði er að finna í 3. mgr. 187. gr. reglugerðarinnar vegna útreiknings á samþjöppunaráhættu áhættuskuldbindinga sem njóta ríkisábyrgðar. Af framangreindu leiðir að nauðsynlegt er að kanna hverju sinni hvort sú ábyrgð, sem aðildarríki hefur undirgengist vegna tiltekinnar áhættuskuldbindingar, uppfylli skilyrði 215. gr. Solvency II reglugerðarinnar ef taka á tillit til ábyrgðarinnar við útreikning á gjaldþolskröfu vegna vik- og samþjöppunaráhættu.

Í 215. gr. Solvency II reglugerðarinnar eru tiltekin í sex stafliðum skilyrði sem öll verða að vera uppfyllt svo taka megi tillit til þeirrar ábyrgðar sem er til skoðunar, en auk þeirra þurfa skilyrði 209. og 210. gr. sömu reglugerðar að vera uppfyllt. Vakin er sérstök athygli á skilyrði d-liðs 215. gr., þar sem kveðið er á um að við vanskil, ógjaldfærni eða gjaldþrot þess aðila sem vátryggingafélag á kröfu á, skuli vátryggingafélag eiga rétt á að krefja ábyrgðarveitanda um greiðslu gjaldfallinna krafna án þess að þurfa að hafa áður reynt innheimtu hjá skuldara, en ákvæðið er svohljóðandi:

on the default, insolvency or bankruptcy or other credit event of the counterparty, the insurance or reinsurance undertaking has the right to pursue, in a timely manner, the guarantor for any monies due under the claim in respect of which the protection is provided and the payment by the guarantor shall not be subject to the insurance or reinsurance undertaking first having to pursue the obligor

Ein tegund ríkisábyrgða byggir á meginreglunni um eigendaábyrgð ríkisins. Sú meginregla felur það í sér að ríkissjóður er í ábyrgð fyrir skuldbindingum ríkisstofnana eða -fyrirtækja á grundvelli eignaraðildar sinnar, nema sú ábyrgð sé takmörkuð með beinu lagaákvæði eða þar sem ábyrgð ríkissjóðs takmarkast við tiltekið hlutafjárframlag. Almenna reglan er sú, að ef um er að ræða ríkisaðila með sjálfstæðan fjárhag, þá sé ábyrgð ríkisins á skuldbindingum viðkomandi óbein, þannig að fyrst þarf að reyna innheimtu hjá viðkomandi ríkisfyrirtæki eða -stofnun áður en krefja má ríkissjóð um greiðslu kröfunnar. Að mati Fjármálaeftirlitsins uppfyllir slík ábyrgð ríkissjóðs ekki framangreint skilyrði d-liðs 215. gr. Solvency II reglugerðarinnar og því er ekki heimilt að taka tillit til slíkrar ríkisábyrgðar við útreikning á vik- og samþjöppunaráhættu. Ef taka ætti tillit til slíkrar ríkisábyrgðar þyrfti að liggja fyrir sérstök staðfesting á því að framangreint skilyrði d-liðs 215. gr. Solvency II reglugerðarinnar væri uppfyllt.

Dagsetning: 20 nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Til að tryggja að útreikningur á gjaldþolskröfu vegna undirliggjandi markaðsáhættu sjóða um sameiginlega fjárfestingu sé fullnægjandi er nauðsynlegt að skoða undirliggjandi eignir þeirra. Þar sem unnt er að koma því við skal horft í gegnum slíka sjóði svo að hægt sé að meta þá áhættu sem fylgir undirliggjandi eignum. Slíkar undirliggjandi eignir yrðu þá flokkaðar eftir viðeigandi áhættuþætti (e. submodules) líkt og þær væru í beinni eigu vátryggingafélags.

Þörf getur verið á að horfa endurtekið í gegnum fjárfestingu, s.s. þar sem sjóður um sameiginlega fjárfestingu hefur fjárfest í öðrum sjóði um sameiginlega fjárfestingu. Í slíkum tilfellum skal horft í gegnum viðkomandi fjárfestingu þannig að upplýsingar um alla viðeigandi áhættuþætti undirliggjandi eigna komi fram.

Í þeim tilfellum sem sjóður um sameiginlega fjárfestingu er ekki nægilega gagnsær til að hægt sé að flokka eignir sjóðsins á viðeigandi áhættuþætti er heimilt að styðjast við fjárfestingarstefnu sjóðsins (e. data grouping) ef stefnan er nægjanlega ítarleg og fastmótuð til að hægt sé að reikna út viðeigandi áhættuþætti. Þá má virði þeirra eigna sem flokkaðar eru með þessum hætti ekki vera hærra en sem nemur 20% af heildareignum vátryggingafélags skv. Solvency II efnahagsreikningi, sbr. 3 mgr. 84. gr. Solvency II reglugerðarinnar. Í þessu sambandi telur Fjármálaeftirlitið rétt að minna á varfærnisreglu 113. gr. vtsl., sem felur einkum í sér að vátryggingafélög skulu aðeins fjárfesta í eignum og fjármálagerningum þar sem hægt er að greina, mæla, fylgjast með, stjórna, meðhöndla og bregðast við áhættu með viðeigandi hætti.

Þriðji kosturinn er að líta á fjárfestingu í sjóði um sameiginlega fjárfestingu sem flokk 2 í hlutabréfaáhættu (e. type 2 equity) og reikna gjaldþolskröfu samkvæmt því. Þessi kostur skal þó aðeins skoðaður yrir óbeina markaðsáhættu sem getur ekki talist viðamikil með hliðsjón af heildareignum vátryggingafélags. Sjá nánar umfjöllun í viðmiðunarreglum EIOPA Guidelines on look-through approach.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Horfa þarf í gegnum sjóði eins nákvæmlega og mögulegt er og reikna gjaldþolskröfu út á grundvelli undirliggjandi eigna viðkomandi sjóða. 

Sjá svar við spurningu 2.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Ekki er nóg að horfa á vaxtanæman hluta sjóðanna og meðallíftíma við útreikning á vaxta- og vikáhættu.Gera þarf útreikninginn eins nákvæmlega og mögulegt er út frá undirliggjandi eignum sjóðanna, sjá svar við spurningu 2.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Gerð 2 af hlutabréfum samanstendur af hlutabréfum sem eru skráð í löndum utan EES eða OECD, óskráðum hlutafélögum, vogunarsjóðum, hrávörum og öðrum sérhæfðum fjárfestingum, sbr. 3. mgr. 168. gr. Solvency II reglugerðarinnar. Í þennan flokk falla einnig allar aðrar fjárfestingar sem ekki falla undir undireiningu vaxtaáhættu (e. interest rate risk sub-module), undireiningu fasteignaáhættu (e. property risk sub-module) eða undireiningu vikáhættu (e. spread risk sub-module). Þar á meðal eru eignir sem falla undir hlutabréfaáhættu þar sem ekki er unnt að horfa í gegnum sjóði um sameiginlega fjárfestingu og falla ekki undir ákvæði 3. mgr. 84. gr. Solvency II reglugerðarinnar, sjá nánar svar við spurningu 2. 

Með hliðsjón af framangreindu munu aðeins þeir verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir sem ekki er hægt að horfa í gegnum eða meta eignir þeirra út frá fjárfestingarstefnu falla undir flokk 2 í hlutabréfaáhættu.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Efnisorð: solvency, EIOPA

Nei, fara verður eftir þeim leiðbeiningum sem koma fram í svari við spurningu nr. 2.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Þegar horft er til samþjöppunaráhættu er eðlilegast að horfa til þess undir hvaða tegund markaðsáhættu eignin fellur að öðru leyti. Í viðmiðunarreglu 3 í viðmiðunarreglum EIOPA Guidelines on look-through approach kemur fram að hlutafjáreign í fasteignafélagi skuli falla undir hlutabréfaáhættu en að fjárfesting í byggingum, löndum o.sfrv. undir fasteignaáhættu. Í tilviki hlutafjáreignar í fasteignafélagi ber því að reikna markaðsáhættu út frá hlutabréfaáhættu, frekar en að horfa í gegnum eignir fasteignafélagsins.

Varðandi útreikning á samþjöppunaráhættu ber að leggja eignirnar saman þar sem um er að ræða áhættuskuldbindingu gagnvart sama aðila. Samkvæmt 5. þætti III. kafla V. bálks (182. – 187. gr.) Solvency II reglugerðarinnar miðast samþjöppunarstuðullinn g, sem notaður er við útreikning á samþjöððunaráhættu, við gæði mótaðilans og heildar áhættuskuldbindingu óháð tegund fjárfestingar.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Ekki er fjallað sérstaklega um greiðsludreifingu í Solvency II reglugerðinni, tæknistöðlum eða viðmiðunarreglum EIOPA. Í Solvency II reglugerðinni er tilgreint að um vanskil sé að ræða þegar liðnir eru þrír mánuðir frá því að krafa gjaldféll. Fjármálaeftirlitið telur að iðgjöld sem eru í greiðsludreifingu séu ekki í vanskilum, enda er til staðar samningur um greiðsludreifinguna og því þurfi ekki hærri kröfu vegna mótaðilaáhættu.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Vátryggingaskuld

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Vátryggingaskuld er samtala besta mats á skuldbindingum og áhættuálagi, þar sem besta mat skuldbindinga er meðaltal framtíðarfjárstreymis vegið með líkindum að teknu tilliti til áhrifa tímasetninga greiðslna með viðeigandi áhættulausum vaxtaferli sbr. 1. og 2. mgr. 76. gr. vtsl. Af þessu leiðir að núvirða skal alla liði vátryggingaskuldar.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Í sjóðstreymisspá, sem notuð er við útreikning á besta mati skuldbindinga, skal miða við sjóðstreymi sem inniheldur ýmsa kostnaðarliði, sem flokka má sem rekstrarkostnað, sbr. 31. gr. Solvency II reglugerðarinnar.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Heimilt er að horfa framhjá markaðsáhættu ef reikna á gjaldþolskröfu, sem útreikningar á áhættuálagi byggjast á, án markaðsáhættu skv. ákvæðum vtsl. sbr. einnig ákvæði Solvency II reglugerðarinnar. 

Rétt er þó að benda á a-, h- og i-liði 38. gr. Solvency II reglugerðarinnar og jafnframt viðmiðunarreglu 62 í viðmiðunarreglum EIOPA Guideline on valuation of technical provisions. Þar kemur meðal annars fram að ekki sé leyfilegt að horfa framhjá markaðsáhættu sé hún veruleg. Af því leiðir að ef vátryggingafélag telur sig geta horft framhjá markaðsáhættu í útreikningi á áhættuálagi þarf félagið að geta rökstutt það með greinargóðum hætti.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Stjórnarhættir: Eigin áhættu- og gjaldþolsmat (e. Own risk and solvency assessment, ORSA)

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Viðmiðunarregla 12 í viðmiðunarreglum EIOPA um eigið áhættu- og gjaldþolsmat, Guidelines on own risk and solvency assessment (ORSA) er svohljóðandi:

The undertaking should assess whether its risk profile deviates from the assumptions underlying the SCR calculation and whether these deviations are significant. The undertaking may as a first step perform a qualitative analysis and if that indicates that the deviation is not significant, a quantitative assessment is not required.

Af framangreindu leiðir að vátryggingafélag á að leggja huglægt mat á það hvort áhættusnið félagsins í einstökum áhættuþáttum víki verulega frá forsendum staðalreglunnar. Við mat á hvort frávik séu í áhættusniði félagsins má styðjast við greinargerð EIOPA um undirliggjandi forsendur staðalreglunnar (EIOPA-14-322 The underlying assumptions in the standard formula for the Solvency Capital Requirement calculation).

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Aðlögun vegna tapgleypni frestaðra skatta (e. loss absorbing capacity of deferred taxes, LACDT)

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Við útreikning á gjaldþolskröfu samkvæmt staðalreglu er heimilt að nota aðlögun vegna tapgleypni frestaðra skatta. Tapgleypni frestaðra skatta er reiknuð stærð sem kemur til frádráttar á gjaldþolskröfu vátryggingafélaga. Grundvöllur tapgleypni frestaðra skatta er sá að verði vátryggingafélag fyrir áfalli skv. 207 gr. Solvency II reglugerðarinnar (SCR áfall) myndast skatteign sem hægt er að nýta árin á eftir. Tapgleypni frestaðra skatta er sú fjárhæð sem fæst við að taka mismun á eignum á Solvency II efnahagsreikningi fyrir og eftir áfall að frádregnum skuldbindingum eftir áfall. 

Ein af lykilforsendum þess að hægt sé að nýta tapgleypni frestaðra skatta sem frádráttarlið frá gjaldþolskröfu er að vátryggingafélag geti sýnt með áreiðanlegum hætti fram á að það geti skilað skattskyldum hagnaði á næstu árum eftir að hafa orðið fyrir áfalli, sbr. 1. og 2. mgr. 207. gr. Solvency II reglugerðarinnar. 

Útreikningur á tapgleypni frestaðra skatta miðast við skattalöggjöf í hverju ríki fyrir sig og þurfa forsendur að vera í samræmi við reikningsskilastaðla og þá sérstaklega IAS 12. Í þessu felst m.a. að líkur þurfa að vera meiri en minni á að félagið geti notað tapið í framtíðinni á móti hagnaði. 

Fjallað er nánar um útreikning á tapgleypni frestaðra skatta í 9. þætti V. kafla I. bálks (205. – 207. gr.) Solvency II reglugerðarinnar og viðmiðunarreglum EIOPA um tapgleypni vátryggingaskuldar og frestaðra skatta (e. Guidelines on loss-absorbing capacity of technical provisions and deferred taxes).

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Í þeim tilvikum þegar vátryggingafélag byggir nýtingu á aðlögun vegna tapgleypni frestaðra skatta á framtíðarhagnaði þurfa spár að vera raunhæfar og ekki fela í sér óhóflega bjartsýni. Eðli málsins samkvæmt eru spár um framtíðarhagnað bundnar óvissu. Vátryggingafélög ættu í spám um framtíðarhagnað að taka mið af aukinni óvissu eftir því sem lengra er spáð fram í tímann. 

Að meginstefnu til ættu forsendur spár um framtíðarhagnað að vera í samræmi við 3. mgr. 15. gr. Solvency II reglugerðarinnar og viðmiðunarreglu 9 í viðmiðunarreglum um mat á eignum og skuldbingum, öðrum en vátryggingaskuld (e. Guidelines on recognition and valuation of assets and liabilities other than technical provisions). Í þessu felst að líkur þurfa að vera taldar á því að hægt sé að nýta yfirfæranlegt tap komi til áfalls. Áhrifa SCR áfalls gætir strax á Solvency II efnahagsreikning en skattaleg áhrif koma fram síðar. Af þessum sökum þarf vátryggingafélag að taka mið af hvenær og að hvaða leyti hægt er að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap í rökstuðningi fyrir notkun á framtíðarhagnaði í útreikningi á frestuðum skatti. 

Forsendur þurfa að endurspegla breytta sviðsmynd í kjölfar áfalls. Taka þarf mið af breyttri fjárhagsstöðu sem og breyttri getu vátryggingafélags til þess að skila hagnaði. Ekki er fullnægjandi að horfa til óbreyttra rekstraráætlana í rökstuðningi fyrir framtíðarhagnaði. Ólíklegt er að fyrirliggjandi áætlun raungerist verði vátryggingafélag fyrir áfalli af þeirri stærðargráðu sem um ræðir. Spár um framtíðarhagnað ættu að byggja á samsetningu efnahagsreiknings eftir áfall og mótvægisaðgerðum til að styrkja gjaldþolsstöðu félagsins. Ef áætlanir um endurreisn fjárhags gera til að mynda ráð fyrir stjórnendaaðgerðum til að draga úr áhættu er viðbúið að slíkar aðgerðir hafi áhrif á tekjuforsendur.

Væntingar um framtíðarhagnað umfram rekstrarafkomu fyrri ára þarf að rökstyðja sérstaklega. Til að taka mið af óvissu í spám um ávöxtun fjáreigna ætti að miða við áhættulausan vaxtaferil. Fjármálaeftirlitið álítur að vátryggingafélag þurfi að rökstyðja sérstaklega ávöxtun fjáreigna umfram áhættulausan vaxtaferil EIOPA.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Fjármálaeftirlitið áréttar mikilvægi þess að forsendur útreikninga á tapgleypni frestaðra skatta séu skjalfestar og rökstuddar þannig að hægt sé að leggja mat á þær ályktanir og aðferðir sem liggja til grundvallar fjárhæð tapgleypni frestaðra skatta. Við skjölun útreikninga er æskilegt að höfð sé hliðsjón af þeim almennu kröfum sem gerðar eru í viðmiðunarreglum EIOPA um stjórnkerfi vátryggingafélaga (e. Guidelines on system of governance). 

Þá er í öðru setti tillagna EIOPA settar fram tillögur að reglubreytingum sem miða að því að formfesta framkvæmd útreikninga vátryggingafélaga á frestuðum sköttum auk þess sem kveðið er á um hlutverk lykilstarfssviða í mati á undirliggjandi forsendum þeirra. Fjármálaeftirlitið telur æskilegt að vátryggingafélög hafi hliðsjón af tillögum EIOPA í tengslum við skjölun útreikninga.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Gagnaskil

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Í 2. mgr. 41. gr. laga nr. 60/2017 um vátryggingasamstæður er kveðið á um að hluteignarfélag, eignarhaldsfélag á vátryggingasviði eða blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi í vátryggingasamstæðu geti í samráði við Fjármálaeftirlitið birt skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu fyrir alla samstæðuna, að því gefnu að gerð séu fullnægjandi skil á atriðum er varða einstök félög samstæðunnar, sbr. lokamálslið framangreindrar málsgreinar og 3. og 4. mgr. sömu greinar.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Já, það þarf að sundurliða eignir á bak við söfnunarlíftryggingu. Bæði í efnahagsreikningi (eyðublað S.02) og í lista yfir eignir (eyðublað S.06.02) þarf að taka fram hvort eignin sé vegna söfnunarlíftryggingar í dálki C0090. Eyðublöðin sem vísað er til eru hluti af framkvæmdarreglugerð ESB 2015/2450 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát fyrir gagnaskil til eftirlitsyfirvalda samkvæmt Solvency II.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Ef fyrstu tvö skilyrðin, þ.e. að til sé ISO 6166 kóði eða annar viðurkenndur kóði, eru ekki uppfyllt á að nota það þriðja, það er að félagiðað skilgreini eignina t.d. með kennitölu. Sjá nánar í leiðbeiningum fyrir dálk C0040 í eyðublaði S.06.02 í Annex II í framkvæmdarreglugerð ESB 2015/2450, en eyðublöðin sem vísað er til eru hluti af Annex II.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Í „Issuer Group“ er verið að óska eftir nafni móðurfélags ef eign er útgefin af dótturfélagi. Ef eign er gefin út af móðurfélagi skal nota nafn þess. Tilgangur þessa er að auðvelda eftirlitsstjórnvöldum að safna saman gögnum um áhættu vegna tilteknar samstæðu, undir hatti móðurfélags. Eyðublöðin sem þessi spurning varðar eru hluti af framkvæmdarreglugerð ESB 2015/2450.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Já, færa skal verðbætur undir „Accrued Interest“.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Efnisorð: solvency, EIOPA

Horfa skal í gegnum (e. look-through) dótturfélagið sem lýst er í spurningunni í gagnaskilum móðurfélagsins. Tilgangurinn með því er m.a. sá, að tryggja að gjaldþolskrafan sé reiknuð út frá raunverulegri áhættu sem stafar af beinum og óbeinum áhættuskuldbindingum. 

Um þetta efni er m.a. fjallað í Viðmiðunarreglum EIOPA Guidelines on look-through approach og 84. gr. Solvency II reglugerðarinnar.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

Framkvæmdarreglugerð ESB 2015/2450: Gagnaskilatæknistaðlar

S.02.01 - Balance sheet

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Skv. 13. gr. Solvency II reglugerðarinnar skal verðlagning á eignum í tengdum félögum vera í samræmi við stigaskiptingu mats skv. 10. gr. reglugerðarinnar. Almenna reglan er sú að nota skal skráð markaðsverð á virkum mörkuðum. Ef ekki er mögulegt að nota skráð markaðsverð skal nota leiðrétta hlutdeildaraðferð skv. b-lið 1. mgr. 13. gr. Í þessu felst að eignarhlutur í tengdum félögum er verðlagður á grundvelli hlutdeildar í eignunum sem eru umfram skuldir í tengda félaginu. Þegar eignirnar sem eru umfram skuldir eru reiknaðar út fyrir tengd félög skal verðleggja einstakar eignir og skuldir félagsins í samræmi við 74. gr. vtsl. sbr. 3 og 4 tl. 13. gr.

Nánari leiðbeiningar um verðmatsaðferðir er að finna í viðmiðunarreglum EIOPA um verðmat á eignum og skuldbindingum öðrum en vátryggingaskuld, Guidelines on recognition and valuation of assets and liabilities other than technical provisions.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

S.03.01 – Off-balance sheet – items – General

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Skv. 11 gr. Solvency II reglugerðarinnar þurfa vátryggingafélög að bera kennsl á óvissar skuldbindingar sem teljast verulegar (e. material). Óvissar skuldbindingar teljast vera verulegar ef upplýsingar um núverandi eða mögulega stærð þeirra gætu haft áhrif á ákvörðunartöku eða mat (e. judgement) notenda upplýsinganna, þ.m.t. eftirlitsstjórnvalda. Samkvæmt fyrirliggjandi leiðbeiningum í gagnaskilatæknistaðlinum þarf ekki að vera líklegt að skuldbinding raungerist og leiði þ.a.l. til útflæðis fjármuna. Samkvæmt reikningsskilastaðli IAS 37 þarf á hinn bóginn að vera líklegt að óviss skuldbinding raungerist til að hennar sé getið í skýringum. Í eyðublaði S.03.01 þarf m.a. að gera grein fyrir óvissum skuldbiningum skv. skilgreiningu Solvency II. Í gagnaskilatæknistaðlinum er að finna nánari upplýsingar um óvissar skuldbindingar skv. Solvency II.

Dagsetning: 20. nóvember 2020

S.05.01.01 – Premiums, claims and expenses by line of business

Efnisorð: Solvency, EIOPA

Samkvæmt fyrirliggjandi leiðbeiningum í gagnaskilatæknistaðlinum á að færa inn í töfluna fjárhæðir í samræmi við þá reikningsskilaaðferð sem beitt er við gerð ársreiknings (IFRS í tilviki íslenskra vátryggingafélaga), nema að því leyti að nota á greinaskiptingu vátrygginga skv. reglum Solvency II. Ennfremur kemur fram að undir annan kostnað (e. other expenses) eigi að færa annan kostnað sem ekki er skipt niður á vátryggingagreinar. Verður því ekki annað ráðið en að undir fjárfestingarkostnað (e. investment management expenses) eigi aðeins að færa þann hluta sem færður er á vátryggingagreinar skv. reikningsskilum. Tekið skal fram að taflan miðast við uppsafnaða stöðu frá áramótum (e. year to date basis).

Dagsetning: 20. nóvember 2020