Á neytendasíðu Seðlabanka Íslands er að finna stutta lýsingu á nokkrum algengum fjármálaafurðum. Þar má einnig finna yfirlit yfir eiginleika þessara vara, reglur sem gilda um þær og hlutverk fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands að því er varðar þessar vörur. Neytendasíðan inniheldur einnig aðrar upplýsingar sem kunna að vera gagnlegar fyrir neytendur, til dæmis hvert hægt er að leita í ágreiningsmálum.