Meginmál
  • Fruminnheimta er fyrsta stig innheimtuaðgerða vegna ógreiddrar kröfu (skuldar).  
  • Við upphaf innheimtuaðgerða skal senda eina skriflega innheimtuviðvörun þar sem skuldara er tilkynnt um að vænta megi frekari innheimtuaðgerða verði krafa ekki greidd innan tilskilins frests (að lágmarki 10 dagar). Skuldari greiðir fast gjald fyrir innheimtuviðvörunina.   
  • Ef skuldari greiðir ekki kröfu innan þess frests sem tilgreindur er í innheimtuviðvörun má kröfuhafi hefja annað stig innheimtuaðgerða sem kallast milliinnheimta. 
  • Milliinnheimta er valfrjáls og felur í sér innheimtuaðgerðir sem eru meira íþyngjandi en fruminnheimta.
  • Við milliinnhemtu má leggja innheimtukostnað á skuldara.
  • Ef krafa fer í milliinnheimtu greiðir skuldari fyrir milliinnheimtubréf, tvær ítrekanir á þeim og eitt símtal. Hér má finna reglur um hámarkskostnað sem krefja má skuldara um á milliinnheimtustigi. 
  • Löginnheimta er síðasta stig innheimtuaðgerða og fer krafa sem enn er í vanskilum þrátt fyrir frum- og milliinnheimtuaðgerðir í löginnheimtu. 
  • Löginnheimta felur í sér að heimilt er að beita réttarfarsaðgerðum t.d. aðfararaðgerðum. Dæmi um aðfararaðgerðir eru fjárnám, kyrrsetning eigna, nauðungarsala o.fl.
  • Kostnaður við löginnheimtu getur verið mjög mikill. Reglur um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar gilda ekki um löginnheimtu.
  • Lögmenn sinna löginnheimtu.
  • Kröfuhafi getur sjálfur hafið innheimtuaðgerðir eða falið innheimtuaðila það verkefni.
  • Lögmenn, opinberir aðilar, viðskiptabankar, sparisjóðir, aðrar lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki geta sinnt innheimtu án innheimtuleyfis.
  • Aðrir þurfa að hafa innheimtuleyfi frá Seðlabanka Íslands til að geta stundað innheimtu, finna má upplýsingagjöf í tengslum við umsókn um innheimtuleyfi hér.
  • Kannaðu hvort krafa hafi farið í fruminnheimtu.
  • Farðu vel yfir innheimtukostnað og kannaðu hvort hann sé í samræmi við reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar.
  • Ef skuldari getur ekki greitt skuldir sínar vegna fjárhagsvanda er hægt að leita ókeypis ráðgjafar hjá Umboðsmanni skuldara.