Meginmál

Vátryggingum í sinni einföldustu mynd er ætlað að verja þig fyrir óvæntu fjárhagslegu tjóni. Tryggingar geta verið lögbundnar sem þýðir að eiganda fasteignar eða ökutækis er skylt að tryggja eignina eða tjón sem hún getur valdið. Dæmi um lögbundnar tryggingar eru brunatrygging húseigna og ökutækjatrygging. Á hinn bóginn eru fjölmargar valfrjálsar tryggingar í boði sem ætlað er að verja þig og þína fyrir margvíslegu tjóni s.s. heimilis- og fjölskyldutrygging, sjúkdómatrygging og líftrygging.

Í skilmálum trygginga kemur meðal annars fram hvaða tjón er bætt eða ekki bætt og hversu háar bæturnar eru. Skilmálar trygginga geta verið flóknir og því er mikilvægt að kynnar sér þá vel áður en trygging er keypt. Gott er að fá þann aðila sem selur trygginguna til að útskýra skilmálana vel fyrir þér og ef þér finnst skilmálarnir ekki nægilega skýrir skaltu óska eftir ítarlegri upplýsingum.

Það er góð regla að yfirfara allar tryggingar reglulega t.d. einu sinni á ári.  Nauðsynlegt er að kanna hvort þú sért rétt tryggður, hvort þú sért mögulega tvítryggður fyrir einhverju tjóni og þá þarf að endurskoða tryggingar sérstaklega ef aðstæður breytast, s.s. fjölskyldustærð, húsnæði eða tekjur.

Ábyrgðartryggingar

  • Ef þú berð ábyrgð á tjóni, sem tjónþoli (þriðji aðili) hefur orðið fyrir, þá veitir ábyrgðartryggingin þín tjónþolanum rétt til að fá greiddar bætur.
  • Ábyrgðartrygging greiðir líka kostnað sem gæti fallið á þig ef gerð er skaðabótakrafa á hendur þér.
  • Ábyrgðatryggingum fer fjölgandi m.a. vegna þess að sífellt verður algengara að starfsábyrgðartrygging sé gerð að skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis ýmissa sjálfstætt starfandi sérfræðinga. 
  • Byggingastjórar, lögmenn og fasteignasalar eru dæmi um starfsstéttir þar sem starfsábyrgðartrygging er lögboðin.
  • Starfsábyrgðartryggingar t.d. arkitekta og verk- og tæknifræðinga eru hins vegar valfrjálsar.
  • Almenn ábyrgðartrygging nær til annars konar ábyrgðar en tjóns sem verður á eða vegna ökutækja, loftfara, skipa og báta.
  • Kanna vel upplýsingaskjal ábyrgðartryggingarinnar.
  • Fara vel yfir skilmála ábyrgðartryggingar.
  • Kanna vel hversu víðtækt bótasvið tryggingarinnar er.
  • Kanna sérstaklega hvað tryggingin bætir ekki.
  • Ekki hika við að óska eftir ítarlegum upplýsingum hjá vátryggingafélaginu þínu.
  • Seðlabanki Íslands veitir vátryggingafélögum starfsleyfi og hefur eftirlit með því að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög og reglur sem gilda um hana.
  • Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með því að fjármálafyrirtæki starfi í samræmi við reglur nr. 353/2022 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, samskipti við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana.
  • Seðlabanki Íslands bendir á upplýsingar á vefnum um úrræði neytenda, en hann leiðbeinir neytendum að öðru leyti um úrræði sem þeir hafa til að ná fram rétti sínum. Hér má nálgast verklagsreglur fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna fyrirspurna og ábendinga.
  • Seðlabanki Íslands tekur við ábendingum neytenda ef starfshættir tryggingafélaga eru ekki í samræmi við lög og reglur. Hægt er að senda ábendingu eða fyrirspurn hér.
  • Seðlabanki Íslands hefur ekki úrskurðarvald í einstökum ágreiningsmálum eða sker úr um réttindi eða skyldur aðila að einkarétti eða ágreiningi um sönnun málsatvika.

Skaðatryggingar

  • Með skaðatryggingu er átt við vátryggingu þ.e. vernd eða bætur, gegn tjóni eða eyðileggingu á hlut, réttindum eða öðrum hagsmunum, skaðabótaábyrgð  og aðra vátryggingu sem ekki er persónutrygging.
  • Skaðatryggingar eru m.a. slysa- og sjúkratryggingar, ökutækja- og farmtryggingar, sjó- og farmtryggingar, flug- og farmtryggingar og  eignatryggingar.
  • Öllum aðilum sem selja skaðatryggingar er skylt að veita upplýsingar um trygginguna sem boðin er til sölu á sérstöku, stöðluðu upplýsingaskjali vegna skaðatrygginga.

Persónutryggingar

  • Persónutryggingar eru bundnar við líf og heilbrigði ákveðins einstaklings, þ.e. líf, slysa- og sjúkratryggingar.
  • Öllum aðilum sem selja persónutryggingar er skylt að veita upplýsingar um trygginguna sem boðin til sölu á sérstöku, stöðluðu upplýsingaskjali vegna persónutrygginga.

Líftryggingar

  • Líftrygging veitir fjárhagslega vernd fyrir aðstandendur þeirra sem hafa tekið slíka tryggingu. Til dæmis ef viðkomandi hefur aðra á sínu framfæri og reiða sig á tekjur einstaklingsins til framfærslu.
  • Ef þú ert með líftryggingu og fellur frá vegna slyss eða sjúkdóms fær fjölskyldan þín eða einstaklingur sem þú hefur valið sem rétthafa tryggingarinnar greiddar bætur.
  • Maki fær greiddar dánarbætur í þeim tilfellum sem einstaklingar eru giftir.
  • Hægt er að tilgreina annan rétthafa að líftryggingu en maka.
  • Í þeim tilfellum sem einstaklingar eru ekki giftir er hægt að tilgreina sambúðarmaka sem rétthafa líftryggingar.
  • Bætur vegna líftryggingar eru greiddar til lögerfingja eða þess sem tilgreindur er í vátryggingaskírteini, einstaklingurinn sem tryggir sig ákveður hver rétthafi líftryggingar er.
  • Bætur vegna líftryggingar eru greiddar í einni greiðslu samkvæmt umsaminni tryggingafjárhæð. Ekki er greiddur skattur af líftryggingabótum og er bótafjárhæðin verðtryggð yfir samningstímann.
  • Gott er að miða bótafjárhæð líftryggingar við tekjur, skuldir, fjölskylduhagi og stærð fjölskyldu. 
  • Mikilvægt er að endurskoða fjárhæð líftryggingabóta ef aðstæður breytast t.d. þegar fjölskyldan stækkar eða minnkar, tekjur minnka eða skuldsetning eykst.
  • Almennt geta einstaklingar á aldrinum 18 – 64 ára sótt um líftryggingu, en þó eru efri aldursmörk breytileg eftir tryggingafélögum.
  • Almennt gildir líftrygging til 75 ára aldurs, gildistími tryggingar er tiltekinn í vátryggingarskírteini.
  • Tryggja að samningur um líftryggingu sé skriflegur.
  • Seðlabanki Íslands veitir vátryggingafélögum starfsleyfi og hefur eftirlit með því að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög og reglur sem gilda um hana.
  • Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með því að fjármálafyrirtæki starfi í samræmi við reglur nr. 353/2022 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, samskipti við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana.
  • Seðlabanki Íslands bendir á upplýsingar á vefnum um úrræði neytenda, en hann leiðbeinir neytendum að öðru leyti um úrræði sem þeir hafa til að ná fram rétti sínum. Hér má nálgast verklagsreglur fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna fyrirspurna og ábendinga.
  • Seðlabanki Íslands tekur við ábendingum neytenda ef starfshættir tryggingafélaga eru ekki í samræmi við lög og reglur. Hér er hægt að senda ábendingu eða fyrirspurn.
  • Seðlabanki Íslands hefur ekki úrskurðarvald í einstökum ágreiningsmálum eða sker úr um réttindi eða skyldur aðila að einkarétti eða ágreiningi um sönnun málsatvika.

Vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir

  • Vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir eru afurðir sem innihalda annars vegar vátryggingu og hins vegar fjárfestingar sem ætlaðar eru til að mynda sparnað.
  • Það getur verið erfitt að meta virði og áhættu sem felst í vátryggingatengdum fjárfestingarafurðum, þar sem virði þeirra er háð undirliggjandi eignum og markaðsaðstæðum. Því getur virði slíkra fjárfestingarafurða sveiflast mikið.
  • Söfnunar- og sparnaðarlíftryggingar eru dæmi um vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir.
  • Öllum aðilum sem veita ráðgjöf um eða selja vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir til almennra fjárfesta er skylt að gera lykilupplýsingaskjal um afurðina. 
  • Lykilupplýsingaskjali er ætlað að veita almennum fjárfestum nægilega ítarlegar upplýsingar svo þeir geti tekið upplýsta fjárfestingarákvörðun.
  • Lykilupplýsingaskjal vátryggingatengdrar fjárfestingarafurðar á að vera aðgengilegt áður en samningur er gerður um hana. 
  • Lykilupplýsingaskjal á að veita upplýsingar svo mögulegt sé að skilja og bera saman helstu eiginleika og áhættur tryggingarinnar við aðrar vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir.
  • Lesa vel skilmála áður en samningur er gerður, annars vegar vegna líftryggingarhluta og hins vegar sparnaðarhluta tryggingarinnar.
  • Kanna vel, áður en samningur er gerður, mismunandi söfnunarleiðir, áhættustig, mögulegan ávinning, kostnað og gjöld, uppsagnartíma og þann lágmarkstíma sem mælt er með að eiga afurðina. 
  • Kanna vel kostnað og gjöld sem greidd eru vegna söfnunarlíftrygginga.
  • Tryggja að samningur sé skriflegur.
  • Seðlabanki Íslands veitir vátryggingafélögum starfsleyfi og hefur eftirlit með því að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög og reglur sem gilda um hana.
  • Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með því að fjármálafyrirtæki starfi í samræmi við reglur nr. 353/2022 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, samskipti við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana.
  • Seðlabanki Íslands bendir á upplýsingar á vefnum um úrræði neytenda, en hann leiðbeinir neytendum að öðru leyti um úrræði sem þeir hafa til að ná fram rétti sínum. Hér má nálgast verklagsreglur fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna fyrirspurna og ábendinga.
  • Seðlabanki Íslands tekur við ábendingum neytenda ef starfshættir tryggingafélaga eru ekki í samræmi við lög og reglur. Hér er hægt að senda ábendingu eða fyrirspurn.
  • Seðlabanki Íslands hefur ekki úrskurðarvald í einstökum ágreiningsmálum eða sker úr um réttindi eða skyldur aðila að einkarétti eða ágreiningi um sönnun málsatvika.

Sjúkdómatryggingar

  • Sjúkdómatrygging greiðir vátryggingataka bætur vegna sjúkdóma sem falla undir trygginguna og taldir eru upp í upplýsingaskjali og skilmálum hennar.
  • Kanna vel skilmála tryggingarinnar áður en samningur er gerður um hana, m.a. til að ganga úr skugga um að tryggingin henti. Í flestum tilvikum gildir tryggingin einungis fyrir þá sjúkdóma sem tilgreindir eru í skilmálum hennar. 
  • Tryggingataki ákveður fjárhæð sjúkdómatryggingarinnar við töku hennar. Bætur sjúkdómatrygginga eru almennt greiddar út í einu lagi og ekki er greiddur skattur af þeim.
  • Gott er að miða fjárhæð sjúkdómatryggingar við tekjur, skuldir, fjölskylduhagi og -stærð.
  • Seðlabanki Íslands veitir vátryggingafélögum starfsleyfi og hefur eftirlit með því að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög og reglur sem gilda um hana.
  • Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með því að fjármálafyrirtæki starfi í samræmi við reglur nr. 353/2022 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, samskipti við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana.
  • Seðlabanki Íslands bendir á upplýsingar á vefnum um úrræði neytenda, en hann leiðbeinir neytendum að öðru leyti um úrræði sem þeir hafa til að ná fram rétti sínum. Hér má nálgast verklagsreglur fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna fyrirspurna og ábendinga.
  • Seðlabanki Íslands tekur við ábendingum neytenda ef starfshættir tryggingafélaga eru ekki í samræmi við lög og reglur. Hér er hægt að senda ábendingu eða fyrirspurn.
  • Seðlabanki Íslands hefur ekki úrskurðarvald í einstökum ágreiningsmálum eða sker úr um réttindi eða skyldur aðila að einkarétti eða ágreiningi um sönnun málsatvika.

Heimilis- og fjölskyldutryggingar

  • Heimilis- og fjölskyldutryggingum er ætlað að vernda einstaklinga og fjölskyldur fyrir tjóni á innbúi eða slysum á fólki.
  • Fjölbreytt úrval af heimilis- og fjölskyldutryggingum er í boði sem fela í sér mismunandi tryggingavernd. Mikilvægt er að velja tryggingu sem hentar hverjum og einum. 
  • Algengt er að heimilis- og fjölskyldutrygging innihaldi innbústryggingu, innbúskaskó, ábyrgðartryggingu, slysatryggingu í frítíma, greiðslukortatryggingu,  réttaraðstoðartryggingu og ferðatryggingu.
  • Kanna vel skilmála tryggingarinnar áður en samningur er gerður.
  • Kanna vel hvaða tjón tryggingin bætir og hvaða tjón hún bætir ekki.
  • Seðlabanki Íslands veitir vátryggingafélögum starfsleyfi og hefur eftirlit með því að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög og reglur sem gilda um hana.
  • Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með því að fjármálafyrirtæki starfi í samræmi við reglur nr. 353/2022 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, samskipti við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana.
  • Seðlabanki Íslands bendir á upplýsingar á vefnum um úrræði neytenda, en hann leiðbeinir neytendum að öðru leyti um úrræði sem þeir hafa til að ná fram rétti sínum. Hér má nálgast verklagsreglur fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna fyrirspurna og ábendinga.
  • Seðlabanki Íslands tekur við ábendingum neytenda ef starfshættir tryggingafélaga eru ekki í samræmi við lög og reglur. Hér er hægt að senda ábendingu eða fyrirspurn.
  • Seðlabanki Íslands hefur ekki úrskurðarvald í einstökum ágreiningsmálum eða sker úr um réttindi eða skyldur aðila að einkarétti eða ágreiningi um sönnun málsatvika.