Hönnun íslenskra seðla
Þetta myndband var gefið út í tilefni af því að 40 ár voru frá því að núverandi seðlaröð var gefin út. Myndbandið var sýnt á sextugasta ársfundi Seðlabanka Íslands en Kristín Þorkelsdóttir, höfundur seðlanna, fjallar um hönnun þeirra.
Hvað er fjármálastöðugleiki?
Í þessu myndbandi er fjallað um eitt af meginmarkmiðum Seðlabanka Íslands um að viðhalda fjármálastöðugleika.
Vextir og verðbólga
Eitt af meginmarkmiðum Seðlabanka Íslands er að halda verðbólgu í skefjum. Til að hafa áhrif á verðbólgu getur Seðlabankinn hækkað eða lækkað vexti. Í þessu myndbandi er fjallað um samspil vaxta og verðbólgu
Hvað gerir fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands?
Eitt af meginmarkmiðum Seðlabanka Íslands er að stuðla að traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Það gerir hann með virku eftirliti með stofnunum sem fara með fjármuni fólks og fyrirtækja á einn hátt eða annan, einnig þekktir sem eftirlitsskyldir aðilar.