Þjónustuvefur Seðlabanka Íslands hefur það hlutverk að auka öryggi og skilvirkni við afhendingu og móttöku gagna hjá Seðlabankanum. Þjónustuvefurinn samanstendur af gagnaskilakerfi, þjónustugátt og skjalagátt. Á þjónustuvefnum má finna upplýsingar um reglubundin gagnaskil til Seðlabankans, lista yfir tilkynningar og umsóknir sem hægt er að senda til Seðlabankans auk upplýsinga um þjónustuborð vegna fjártækni (e. Fintech).
Vinsamlegast athugið að unnið er að flutningi leiðbeininga vegna gagnaskila yfir í Gagnaskilakerfið. Á meðan því ferli stendur er hægt að hafa samband við þjónustuborð Seðlabankans með því að senda tölvupóst á adstod@sedlabanki.is ef þörf er á frekari leiðbeiningum varðandi gagnaskil.
Gögn sem skilaaðilar senda með reglubundnum hætti til Seðlabanka Íslands skipta miklu máli og eru meðal annars nýtt við fjármálaeftirlit, til hagtölugerðar og við margvíslega greiningu á fjármálamarkaði.
Undir óregluleg gagnaskil fellur ýmis atvikadrifin upplýsingagjöf til Seðlabankans, hvort sem um er að ræða tilkynningar, umsóknir eða svör við óreglulegum gagnabeiðnum.
Í skjalagátt Seðlabankans geta einstaklingar og lögaðilar nálgast og undirritað rafrænt skjöl sem bankinn birtir ytri aðilum.
Seðlabanki Íslands rekur þjónustuborð fyrir alla sem kunna að hafa spurningar um eftirlit á fjármálamarkaði vegna fjártækni (e. FinTech).