Meginmál

Seðlabanki Íslands rekur þjónustuborð fyrir alla sem kunna að hafa spurningar um eftirlit á fjármálamarkaði vegna fjártækni (e. FinTech).

Seðlabankinn býður aðilum sem veita, eða hyggjast veita, þjónustu á sviði fjártækni, að fylla út gátlista um starfsemina og senda til sérfræðinga Seðlabankans á fintech@sedlabanki.is. Þannig má meðal annars greina hvort leyfi þurfi til starfseminnar. Sé þörf á, stendur einnig til boða að eiga frekari samskipti og fá nánari upplýsingar hjá Seðlabankanum.

  1. Svaraðu gátlistanum og sendu Seðlabankanum á fintech@sedlabanki.is
  2. Seðlabankinn sendir viðbrögð innan 10 virkra daga.
  3. Í kjölfarið er hægt að fá ráðgjöf símleiðis, alls í 30 mínútur að hámarki, eða óskað eftir fundi með sérfræðingum.

Þá er einnig hægt að senda almenna fyrirspurn um eftirlit með fjártækni á fintech@sedlabanki.is. Almennum fyrirspurnum er einnig svarað innan 10 daga.

Áhugavert efni