Fara beint í Meginmál

Gögn sem skilaaðilar senda með reglubundnum hætti til Seðlabanka Íslands skipta miklu máli og eru meðal annars nýtt við fjármálaeftirlit, til hagtölugerðar og við margvíslega greiningu á fjármálamarkaði. Í mörgum tilvikum eru gögnin einnig send áfram til alþjóðlegra stofnana á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), Alþjóðagreiðslubankann (BIS), Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) og evrópsku eftirlitsstofnananna (EBA, EIOPA, ESMA og ESRB).

Öll reglubundin gagnaskil til Seðlabankans fara fram rafrænt í gegnum gagnaskilakerfi. Einnig er hægt að beintengja tölvukerfi skilaaðila við vefþjónustur Seðlabankans og skila gögnum með sjálfvirkum hætti.

Í gagnaskilakerfinu geta skilaaðilar séð yfirlit gagnaskila og skilaeindaga. Jafnframt er þar að finna skemu, skilaform og leiðbeiningar fyrir einstök skilatilvik.

Notendaumsjón vegna gagnaskila til Seðlabankans er einnig í gagnaskilakerfinu. Aðgangsstjórar hjá hverjum skilaaðila geta stofnað notendur og aðgangshópa og þannig stýrt aðgangi að skilatilvikum eftir þörfum.

Kynning á gagnaskilakerfi(1,29 MB)

Leiðbeiningar og lýsingar

AML áhættumat - spurningalisti - leiðbeiningar(898,07 KB)Ársreikningur lífeyrissjóðs sbr. reglur 335/2015 - gagnamódel(638,76 KB)Efnahagsyfirlit - leiðbeiningar(689,96 KB)Efnahagsyfirlit VS sjóðir - leiðbeiningar(849,08 KB)Frávikatilkynning - leiðbeiningar(342,72 KB)Gjaldeyrismál - leiðbeiningar(758,89 KB)Greiðslujöfnuður - Bein fjárfesting - leiðbeiningar(577,89 KB)Greiðslumiðlun færslur - gagnamódel(449,81 KB)Markaðsáhætta - gagnamódel(562,6 KB)Skuldbindingaskrá 2.1 og 2.1.1 - gagnamódel(745,62 KB)Skuldbindingaskrá o.fl. 3.0 - gagnamódel(345,47 KB)Skýrsla um sundurliðun fjárfestinga og skulda sérhæfðra sjóða annarra en fjárfestingarsjóða - leiðbeiningar(199,67 KB)Sundurliðun fjárfestinga(463,83 KB)Sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða og vörsluaðila - gagnamódel(223,19 KB)