Meginmál

Gögn sem skilaaðilar senda með reglubundnum hætti til Seðlabanka Íslands skipta miklu máli og eru meðal annars nýtt við fjármálaeftirlit, til hagtölugerðar og við margvíslega greiningu á fjármálamarkaði. Í mörgum tilvikum eru gögnin einnig send áfram til alþjóðlegra stofnana á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), Alþjóðagreiðslubankann (BIS), Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) og evrópsku eftirlitsstofnananna (EBA, EIOPA, ESMA og ESRB).

Öll reglubundin gagnaskil til Seðlabankans fara fram rafrænt í gegnum gagnaskilakerfi. Einnig er hægt að beintengja tölvukerfi skilaaðila við vefþjónustur Seðlabankans og skila gögnum með sjálfvirkum hætti.

Í gagnaskilakerfinu geta skilaaðilar séð yfirlit gagnaskila og skilaeindaga. Jafnframt er þar að finna skemu, skilaform og leiðbeiningar fyrir einstök skilatilvik.

Notendaumsjón vegna gagnaskila til Seðlabankans er einnig í gagnaskilakerfinu. Aðgangsstjórar hjá hverjum skilaaðila geta stofnað notendur og aðgangshópa og þannig stýrt aðgangi að skilatilvikum eftir þörfum.

Kynning á gagnaskilakerfi(1,29 MB)