Fara beint í Meginmál

Núverandi nefndarmeðlimir

Ásgeir Jónsson

Formaður fjármálaeftirlitsnefndar sem er hluti af starfi seðlabankastjóra.

Ásgeir útskrifaðist með BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1997, MS-gráðu frá Indiana University árið 1997 og lauk doktorsprófi frá Indiana University árið 2001.

Ágeir starfaði um skeið sem hagfræðingur hjá verkalýðsfélaginu Dagsbrún og hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Árið 2004 var hann ráðinn lektor við Hagfræðideild Háskóla Íslands og síðan dósent. Árið 2015 varð hann deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands. Samhliða störfum sínum við Háskólann starfaði Ásgeir sem efnahagsráðgjafi hjá Virðingu og Gamma ásamt því að vera aðalhagfræðingur Kaupþings og síðan Arion banka á árunum 2004-2011.

Ásgeir Jónsson

Björk Sigurgísladóttir

Staðgengill formanns fjármálaeftirlitsnefndar frá maí 2023 þegar hún var skipuð varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits.

Björk er með meistaragráðu í alþjóðalögum og samanburðarlögfræði (LLM) frá University of Iowa frá árinu 2004 og meistaragráðu í viðskiptafræði (MBA) frá University of Northern Iowa frá árinu 2008.  Hún lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2000.

Björk hafði áður starfað í 15 ár við fjármálaeftirlit, fyrst hjá Fjármálaeftirlitinu en síðan hjá Seðlabanka Íslands. Hún tók við starfi forstöðumanns lagalegs eftirlits á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins árið 2012. Árið 2018 tók hún við starfi framkvæmdastjóra lagalegs eftirlits og vettvangsathugana hjá Fjármálaeftirlitinu en fluttist til Seðlabankans við sameiningu bankans og Fjármálaeftirlitsins árið 2020, þar sem hún gegndi starfi framkvæmdastjóra háttsemiseftirlits.

Björk Sigurgísladóttir

Erna Hjaltested

Skipuð í fjármálaeftirlitsnefnd í febrúar 2024.

Héraðsdómslögmaður. Próf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Meistarapróf (LL.M) í samanburðarlögfræði frá University of Miami School of Law. Erna var ráðin yfirlögfræðingur Isavia haustið 2023. Þar áður hafði hún starfað meðal annars sem lögmaður hjá embætti ríkislögmanns, lögfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu og sem yfirlögfræðingur á skrifstofu EFTA í Brussel.

Erna Hjaltested

Gunnar Þór Pétursson

Skipaður í fjármálaeftirlitsnefnd í nóvember 2022.

Doktorspróf frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) 2017-2020. Meistaragráða í lögfræði frá Háskóla Íslands. LL.M.-próf frá Lundarháskóla 1998. Deildarforseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík frá apríl 2024. Gestaprófessor við lagadeild Parísarháskóla og lagadeild háskólans í Lille. Ad-Hoc dómari við EFTA-dómstólinn frá júlí 2022.

Gunnar Þór Pétursson

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir

Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands, LL.M. próf frá Háskólanum í Edinborg og próf í verðbréfaviðskiptum. Héraðsdómslögmaður. Lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri frá 2024 og sem sjálfstætt starfandi lögmaður frá árinu 2013.  Yfirlögfræðingur í umhverfisráðuneytinu árin 1995-1996 og lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu frá 1998-2012. Hefur setið í stjórnum ýmissa félaga og fyrirtækja.

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir

Tómas Brynjólfsson

Tók sæti í fjármálaeftirlitsnefnd þegar hann var skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í ágúst 2024.

Tómas lauk meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics árið 2004 og meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Þá lauk hann BA-gráðu í alþjóðastjórnmálafræði, sögu og hagfræði við University of Georgia árið 2002.

Tómas var skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2018 og var settur ráðuneytisstjóri frá janúar til apríl 2024. Á árunum 2015-2018 var hann framkvæmdastjóri á skrifstofu þjónustuviðskipta hjá EFTA-skrifstofunni í Brussel og frá 2013-2015 skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaða í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Tómas var varaformaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins á árinu 2015 og stjórnarformaður hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda á árunum 2021-2023.

Tómas Brynjólfsson

Meðlimir fjármálaeftirlitsnefndar frá upphafi

Nefndarmeðlimir FMEN frá upphafi
nafntímabilum

Ásgeir Jónsson

2020‑

Formaður fjármálaeftirlitsnefndar frá 2022 sem er hluti af starfi seðlabankastjóra. Ásgeir útskrifaðist með BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1997, MS-gráðu frá Indiana University árið 1997 og lauk doktorsprófi frá Indiana University árið 2001. Árið 2004 var hann ráðinn lektor við Hagfræðideild Háskóla Íslands og síðan dósent. Árið 2015 varð hann deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands. Samhliða störfum sínum við Háskólann starfaði Ásgeir sem efnahagsráðgjafi hjá Virðingu og Gamma ásamt því að vera aðalhagfræðingur Kaupþings og síðan Arion banka á árunum 2004-2011.

Unnur Gunnarsdóttir

2020‑2023

Formaður fjármálaeftirlitsnefndar 2020-202, nema við sérstakar aðstæður sem lýst var í þágildandi lögum. Skipuð varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits frá ársbyrjun 2020. Lögfræðingur frá Háskóla Íslands með framhaldsnám bæði í Bretlandi og Kanada. Var áður yfirlögfræðingur Fjármálaeftirlitsins. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá árinu 2012 til 2020. Starfaði í bankaeftirlit Seðlabanka Íslands í fimm ár og sem sérfræðingur í fjármálaþjónustu hjá EFTA í Brussel. Framkvæmdastjóri Fjölgreiðslumiðlunar í tvö ár. Skrifstofustjóri í sveitarstjórnaráðuneytinu í sjö ár og settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Gunnar Jakobsson

2020‑2024

Lögfræðingu frá Háskóla Íslands. Gegndi m.a. ýmsum störfum og yfirmannsstöðum hjá fjárfestingarbankanum Goldman Sachs & Co frá 2002-2020. Skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í mars 2020.

Ásta Þórarinsdóttir

2020‑2024

Lauk B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc.-gráðu í fjárfestingastjórnun frá Cass-háskóla í Bretlandi og prófi í verðbréfamiðlun. Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins á árunum 2014-2019. Stofnaði ásamt öðrum Eva Copnsortium og Sinnum heimaþjónustu árið 2008 og framkvæmdastjóri þar til ársins 2020, framkvæmdastjóri Sinnum 2009-2014 og stjórnarformaður félagsins 2014-2024. Framkvæmdastjóri Yoga & Heilsu frá 2023.

Andri Fannar Bergþórsson

2020‑2022

Skipaður í fjármálaeftirlitsnefnd 2020. Doktorspróf frá lagadeild Kaupmannahafnarháskóla 2017. Mag.jur. frá lagadeild Háskóla Íslands 2009. Héraðsdómslögmaður. Dósent við Háskólann í Reykjavík 2017. Starfað hjá embætti sérstaks saksóknara, ADVEL lögmönnum og Fjármálaeftirlitinu. Í stjórn Fjármálaeftirlitsins 2018-2019.

Guðrún Þorleifsdóttir

2020‑2024

Skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti. Lögfræðingur frá Háskóla Íslands 1998. Starfað hjá ríkisskattstjóra áður en hún réðst til iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis þar sem hún starfaði 2006-2011.

Gunnar Þór Pétursson

2022‑

Doktorspróf frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) 2017-2020. Meistaragráða í lögfræði frá Háskóla Íslands. LL.M.-próf frá Lundarháskóla 1998. Deildarforseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík frá apríl 2024. Gestaprófessor við lagadeild Parísarháskóla og lagadeild háskólans í Lille. Ad-Hoc dómari við EFTA-dómstólinn frá júlí 2022.

Björk Sigurgísladóttir

2023‑

Varaformaður fjármálaeftirlitsnefndar. Skipuð varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits í maí 2023. Meistaragráða í alþjóðalögum og samanburðarlögfræði (LLM) frá University of Iowa 2004 og meistaragráðu í viðskiptafræði (MBA) frá University of Northern Iowa 2008. Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1998 og réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi 2000. Björk hafði áður starfað í 15 ár við fjármálaeftirlit, fyrst hjá Fjármálaeftirlitinu en síðan hjá Seðlabanka Íslands.

Tómas Brynjólfsson

2024‑

Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika frá ágúst 2024. Meistaragráða í alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics árið 2004 og meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Tómas var skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2018 og var settur ráðuneytisstjóri frá janúar til apríl 2024. Varaformaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins á árinu 2015 og stjórnarformaður hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda á árunum 2021-2023.

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir

2025‑

Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands, LL.M. próf frá Háskólanum í Edinborg og próf í verðbréfaviðskiptum. Héraðsdómslögmaður. Lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri frá 2024 og sjálfstætt starfandi lögmaður frá árinu 2013. Yfirlögfræðingur í umhverfisráðuneytinu árin 1995-1996 og lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu frá 1998-2012. Hefur setið í stjórnum ýmissa félaga og fyrirtækja.

Erna Hjaltested

2024‑

Héraðsdómslögmaður. Próf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Meistarapróf (LL.M) í samanburðarlögfræði frá University of Miami School of Law. Erna var ráðin yfirlögfræðingur Isavia haustið 2023. Þar áður hafði hún starfað meðal annars sem lögmaður hjá embætti ríkislögmanns, lögfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu og sem yfirlögfræðingur á skrifstofu EFTA í Brussel.