Fréttir og tilkynningar
4. september 2025
Halli á viðskiptajöfnuði við útlönd var 82,3 ma.kr. á öðrum ársfjórðungi 2025 eða 6,8% af landsframleiðslu og jókst um 25,9 ma.kr. milli ársfjórðunga og um 44,8 ma.kr. frá sama fjórðungi árið 2024. Halli á viðskiptajöfnuði litast af fjárfestingarumsvifum gagnavera sem hefur leitt til þess að vöruskiptahallinn mælist sögulega mikill. Hann mældist neikvæður um 135,2 ma.kr. en 61,8 ma.kr. afgangur var á þjónustujöfnuði. Afgangur á frumþáttatekjum nam 3,9 ma.kr. en 12,8 ma.kr. halli á rekstrarframlögum.