Fara beint í Meginmál
6676 niðurstöður fundust
Fjöldi á síðu
Fréttir og tilkynningar
5. september 2025

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur haft til meðferðar mál sem varða brot ACRO verðbréfa hf. gegn tilteknum ákvæðum laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga í tengslum við söluferli á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka hf. sem fór fram hinn 22. mars 2022.

Fréttir og tilkynningar
5. september 2025

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur haft til meðferðar mál sem varða brot Íslenskra verðbréfa hf. gegn tilteknum ákvæðum laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga og laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki í tengslum við söluferli á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka hf. sem fór fram hinn 22. mars 2022.

Fréttir og tilkynningar
5. september 2025

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur haft til meðferðar mál sem varða brot Fossa fjárfestingarbanka hf. gegn tilteknum ákvæðum laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga í tengslum við söluferli á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka hf. sem fór fram hinn 22. mars 2022.

Fréttir og tilkynningar
5. september 2025

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt erindi á vinnustofu um húsnæðismál sem skipulögð var af félags- og húsnæðismálaráðuneytinu fimmtudaginn 4. september síðastliðinn.

Fréttir og tilkynningar
4. september 2025

Halli á viðskiptajöfnuði við útlönd var 82,3 ma.kr. á öðrum ársfjórðungi 2025 eða 6,8% af landsframleiðslu og jókst um 25,9 ma.kr. milli ársfjórðunga og um 44,8 ma.kr. frá sama fjórðungi árið 2024. Halli á viðskiptajöfnuði litast af fjárfestingarumsvifum gagnavera sem hefur leitt til þess að vöruskiptahallinn mælist sögulega mikill. Hann mældist neikvæður um 135,2 ma.kr. en 61,8 ma.kr. afgangur var á þjónustujöfnuði. Afgangur á frumþáttatekjum nam 3,9 ma.kr. en 12,8 ma.kr. halli á rekstrarframlögum.

Fréttir og tilkynningar
3. september 2025

Í samræmi við starfsreglur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er hér birt fundargerð nefndarinnar, en fundargerðina skal birta tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt.