Fara beint í Meginmál
6750 niðurstöður fundust
Fjöldi á síðu
Fréttir og tilkynningar
7. nóvember 2025

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt erindi á ráðstefnu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Nasdaq Iceland um leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn í tilefni af 40 ára afmæli kauphallarinnar. Seðlabanki Íslands hafði forgöngu um stofnun kauphallarinnar ásamt öðrum lykilaðilum á markaði árið 1985 og hét hún þá Verðbréfaþing Íslands. Seðlabankastjóri fjallaði í erindi sínu um mikilvægi markaðsfjármögnunar.

Fréttir og tilkynningar
7. nóvember 2025
Fréttir og tilkynningar
4. nóvember 2025

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur uppfært lista á vef Seðlabankans yfir ríki sem teljast áhættusöm og ósamvinnuþýð, sbr. 6. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Kalkofninn
3. nóvember 2025

Heimsbúskapurinn hefur á undanförnum árum orðið fyrir röð áfalla, svo sem heimsfaraldrinum, mikilli hækkun orku- og matvælaverðs í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og aukinni pólitískri óvissu. Meðal afleiðinga þessa var mesta verðbólga í þróuðum ríkjum í áratugi og háir vextir. Þá bættust víðtækar tollahækkanir Bandaríkjanna við og aukin óvissa um alþjóðaviðskipti sem hafa haft neikvæð áhrif á væntingar um alþjóðlegan hagvöxt. Þótt skammtímavextir hafi lækkað á ný hafa langtímavextir hækkað, ekki síst vegna áhyggna af stöðu opinberra fjármála margra ríkja.

Fréttir og tilkynningar
31. október 2025

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi sínum í dag, 31. október 2025, að gera breytingar á reglum nr. 216/2024 um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda og reglum nr. 217/2024 um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda.

Fréttir og tilkynningar
31. október 2025

Nokkur óvissa hefur skapast á íbúðalánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli nr. 55/2024 frá 14. október sl. .

Í ljósi þessa og til að styðja við virkni íbúðalánamarkaðarins hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að gera breytingar á lánþegaskilyrðum. Í reglum Seðlabankans um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda er kveðið á um sérstaka undanþáguheimild til að veita lán umfram hámarkshlutfall. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að undanþáguheimild lánveitenda á hverjum ársfjórðungi skuli hækkuð úr 5% í 10% af heildarfjárhæð veittra fasteignalána. Þá skuli horft til undangengins ársfjórðungs við útreikning hlutfallsins. Þessari breytingu er ætlað að gefa lánveitendum aukið svigrúm til að veita lán á meðan núverandi óvissa ríkir og mæta þörfum lántakenda með viðeigandi hætti.

Nefndin hefur enn fremur ákveðið að gera breytingar á reglum Seðlabankans um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda og hækka hámarkið við kaup á fyrstu fasteign úr 85% í 90%. Þetta er gert vegna framangreindrar óvissu og í ljósi þess að nokkur aðlögun hefur átt sér stað á fasteignamarkaði frá því að reglurnar voru hertar í júní 2022. Hámark veðsetningarhlutfalls fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80%.