Fréttir og tilkynningar
14. maí 2025
Seðlabanki Íslands kannaði væntingar markaðsaðila dagana 5. til 7. maí sl. Leitað var til 39 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör fengust frá 25 aðilum og var svarhlutfallið því 64%.