Fara beint í Meginmál
6798 niðurstöður fundust
Fjöldi á síðu
Fjármálaeftirlit
12. desember 2025
Hinn 20. febrúar 2025 hlaut félagið Alpar Capital ehf. skráningu sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Fjármálaeftirlitið hefur fallist á beiðni Alpar Capital ehf. um afskráningu, þar sem enginn sjóður um sameiginlega fjárfestingu er í rekstri félagsins. Afskráning miðast við 10. desember 2025.
Fjármálaeftirlit
11. desember 2025
Seðlabanki Íslands hélt fræðslufund í vikunni um innleiðingu reglugerðar (ESB) 2022/2554 um stafrænan rekstrarlegan viðnámsþrótt fyrir fjármálageirann (DORA) samanber lög nr. 78/2025 stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar.
Fjármálaeftirlit
11. desember 2025
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Brunn Ventures GP ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 9. desember 2025, sbr. 7. gr. laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Rit og skýrslur
11. desember 2025
Seðlabankar Norðurlandanna fimm, Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, gefa í dag út í sameiningu skýrslu um greiðslumiðlun á Norðurlöndunum. Skýrslan veitir yfirsýn yfir innviði og greiðsluhegðun á Norðurlöndunum og veltir upp því sem er líkt og ólíkt á milli landa. Einnig er fjallað um framtíðarþróun greiðslumiðlunar á svæðinu.
8. desember 2025
Seðlabanki Íslands hefur gefið út reglur um breytingu á reglum nr. 1200/2019 um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands.
Fjármálaeftirlit
8. desember 2025
Seðlabanki Íslands hélt fræðslufund fyrir skemmstu um lög nr. 71/2025 um verðbréfun sem innleiða reglugerð (ESB) 2017/2402 um almennan ramma fyrir verðbréfun og gerð sértæks ramma fyrir einfalda, gagnsæja og staðlaða verðbréfun.