Meginmál
6531 færsla fannst
Fjöldi á síðu
Fréttir og tilkynningar
30. apríl 2025

Á fundi nefndarinnar 24. og 25. mars 2025 fékk hún kynningu á stöðu og horfum í efnahagsmálum og fyrir fjármálastöðugleika.

Fréttir og tilkynningar
30. apríl 2025

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Lifa Ventures ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 15. apríl 2025, sbr. 7. gr. laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Fréttir og tilkynningar
30. apríl 2025

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sótti vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og tengda fundi 21. til 26. apríl 2025 í Washington ásamt Þórarni G. Péturssyni, varaseðlabankastjóra peningastefnu, og öðrum fulltrúum Seðlabankans. Seðlabankastjóri og aðrir fulltrúar Seðlabankans áttu fundi með yfirmönnum og sérfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og auk þess með fulltrúum fjármálafyrirtækja, matsfyrirtækja, og annarra ríkja.

Fréttir og tilkynningar
28. apríl 2025

Árshlutauppgjör Seðlabanka Íslands fyrir fyrsta ársfjórðung 2025 liggur nú fyrir. Það sýnir rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymisyfirlit bankans fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2025 og er birt í samræmi við 38. grein laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019.

Fréttir og tilkynningar
28. apríl 2025

Seðlabankinn framkvæmir ársfjórðungslega útlánakönnun á meðal viðskiptabankanna fjögurra. Spurt er um mat þeirra á þróun framboðs og eftirspurnar eftir lánsfé og auk þess hvaða þætti þeir telji að hafi haft ráðandi áhrif á framboð á síðustu þremur mánuðum. Einnig er spurt um væntingar viðskiptabankanna um horfur næstu sex mánuði. Könnunin var síðast framkvæmd 1. til 14. apríl sl. og eru niðurstöðurnar hér byggðar á meðaltali svara viðskiptabankanna.