Meginmál

Seðlabanki Íslands skal fylgjast með að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög, reglugerðir og reglur eða samþykktir sem um starfsemina gilda og að starfsemin sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti.

Seðlabankinn hefur eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja, vátryggingafélaga, lífeyrissjóða og annarra fyrirtækja á fjármálamarkaði, sbr. 2. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Eftirlitsskyld starfsemi

Flokkar eftirlitsskyldra aðila
StarfsemiLög

Viðskiptabankar

Lög nr. 161/2002

Sparisjóðir

Lög nr. 161/2002

Lánafyrirtæki (fjárfestingarbankar)

Lög nr. 161/2002

Verðbréfafyrirtæki

Lög nr. 161/2002

Lög nr. 115/2021

Rekstrarfélög verðbréfasjóða

Lög nr. 116/2021

Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða

Lög nr. 45/2020

Verðbréfasjóðir

Lög nr. 116/2021

Sérhæfðir sjóðir

Lög nr. 45/2020

Peningamarkaðssjóðir

Lög nr. 6/2023

Evrópskir áhættufjármagnssjóðir og evrópskir félagslegir framtakssjóðir

Lög nr. 31/2022

Evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir

Lög nr. 115/2022

Útgefendur sértryggðra skuldabréfa

Lög nr. 11/2008

Stjórnendur fjárhagslegra viðmiðana

Lög nr. 7/2021

Lánshæfismatsfyrirtæki

Lög nr. 50/2017

Tryggingarsjóður vegna fjármálafyrirtækja

Lög nr. 98/1999

Vátryggingafélög

Lög nr. 100/2016

Eignarhaldsfélög, vátryggingasamstæður og fjármálasamsteypur

Lög nr. 161/2002

Lög nr. 60/2017

Lög nr. 61/2017

Vátryggingamiðlarar og aðrir dreifingaraðilar

Lög nr. 62/2019

Kauphallir og skipulegir markaðir

Lög nr. 115/2021

Verðbréfamiðstöðvar

Lög nr. 7/2020

Lífeyrissjóðir og vörsluaðilar lífeyrissparnaðar

Lög nr. 129/1997

Innheimtuaðilar

Lög nr. 95/2008

Greiðslustofnanir og aðrir greiðsluþjónustuveitendur

Lög nr. 114/2021

Lög nr. 5/2023

Lög nr. 31/2019

Lög nr. 78/2014

Rafeyrisfyrirtæki

Lög nr. 17/2013

Gjaldeyrisskiptaþjónusta

Lög nr. 140/2018

Þjónustuveitendur sýndareigna

Lög nr. 140/2018

Útibú erlendra fyrirtækja sem staðsett eru á Íslandi og falla undir a–e-lið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 140/2018

Lög nr. 140/2018

Umboðs- og dreifingaraðilar fyrirtækja og samsvarandi erlendra fyrirtækja með starfsemi hér á landi sem falla undir a–e-lið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 140/2018

Lög nr. 140/2018

Lánveitendur og lánamiðlarar

Lög nr. 118/2016

Lánveitendur og lánamiðlarar samkvæmt lögum nr. 33/2013, um neytendalán, sem falla undir a-lið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 140/2018

Lög nr. 140/2018

Eftirlit á verðbréfamarkaði

Seðlabankinn hefur m.a. eftirlit með:

Yfirtökum á útgefendum hvers verðbréf hafa verið tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði

Lög nr. 108/2007

Veitingu fjárfestingarþjónustu og ástundun fjárfestingarstarfsemi hér á landi

Lög nr. 115/2021

Skortsölu og skuldatryggingum

Lög nr. 55/2017

Afleiðuviðskiptum, miðlægum mótaðilum og afleiðuviðskiptaskrám

Lög nr. 15/2018

Markaðssvikum

Lög nr. 60/2021

Upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu

Lög nr. 20/2021

Fjármögnunarviðskiptum með verðbréf

Lög nr. 41/2023

Lýsingum verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði

Lög nr. 14/2020

Innviðum markaða fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni

Lög nr. 56/2024

Annað eftirlit

Seðlabankinn hefur m.a. eftirlit með:

Vátryggingasamningum

Lög nr. 30/2004

Fjarsölu á fjármálaþjónustu

Lög nr. 33/2005

Lykilupplýsingaskjölum vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta

Lög nr. 55/2021

Upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar

Lög nr. 25/2023

Eftirlit með slitastjórnun

Seðlabankinn hefur sérstakt eftirlit með slitum fjármálafyrirtækja sem stýrt er af slitastjórnum, óháð því hvort viðkomandi fyrirtæki sé með starfsleyfi, hafi takmarkað starfsleyfi eða starfsleyfið hafi verið afturkallað, sbr. 101. gr. a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Starfsemi innlendra aðila erlendis og erlendra aðila hérlendis

Um eftirlit með starfsemi innlendra aðila erlendis og erlendra aðila hér á landi gilda ákvæði sérlaga og alþjóðasamningar sem Ísland er aðili að.

Starfsemi erlendra aðila á Íslandi