Löggjöf um varfærniskröfur og eftirlit með fjármálafyrirtækjum er í grundvallaratriðum hin sama í öllum aðildarríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu. Hér á landi starfa fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Hlutverk Seðlabanka Íslands er meðal annars að hafa framsýnt og áhættumiðað eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja, einkum með greiningu á viðskiptalíkani og mati á stjórnarháttum og innra eftirliti og helstu áhættuþáttum sem felast í starfseminni. Þannig stuðlar Seðlabankinn að fjárhagslegu heilbrigði fjármálafyrirtækja, eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum hjá þeim og viðvarandi aðgengi heimila og fyrirtækja að traustri og öruggri fjármálaþjónustu.