Fara beint í Meginmál

Löggjöf um varfærniskröfur og eftirlit með fjármálafyrirtækjum er í grundvallaratriðum hin sama í öllum aðildarríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu. Hér á landi starfa fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Hlutverk Seðlabanka Íslands er meðal annars að hafa framsýnt og áhættumiðað eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja, einkum með greiningu á viðskiptalíkani og mati á stjórnarháttum og innra eftirliti og helstu áhættuþáttum sem felast í starfseminni. Þannig stuðlar Seðlabankinn að fjárhagslegu heilbrigði fjármálafyrirtækja, eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum hjá þeim og viðvarandi aðgengi heimila og fyrirtækja að traustri og öruggri fjármálaþjónustu.

Lánastofnun getur sótt um leyfi til Seðlabanka Íslands til útgáfu sértryggðra skuldabréfa, sbr.  lög nr. 11/2008, um sértryggð skuldabréf.

Fjármálafyrirtæki skal fullnægja nánar tilteknum kröfum um hlutfall lauss fjár og stöðugrar fjármögnunar.

Fjármálafyrirtæki þarf að vera með tilbúna endurbótaáætlun um það hvernig bregðast skuli við mögulegum áföllum eða álagi.

Markmið reglna um gjaldeyrisjöfnuð er að takmarka gengisáhættu og koma í veg fyrir að gjaldeyrisjöfnuður lánastofnunar fari út fyrir tiltekin mörk.

Fjármálafyrirtæki þarf að fullnægja ýmsum kröfum sem tengdar eru eigin fé þess.

Fjármálafyrirtæki skulu hafa eftirlit með og stjórna stórum áhættuskuldbindingum.

Lög, reglur og eyðublöð

Lánamarkaður- Ársreikningaskýrslur lánastofnana og verðbréfafyrirtækja

Seðlabanki Íslands birtir heildarniðurstöður ársreikninga lánastofnana og verðbréfafyrirtækja ásamt kennitölum og öðrum upplýsingum.

Ársreikningaskýrslur lánastofnana og verðbréfafyrirtækja