Virk lánþegaskilyrði
| Lánþegaskilyrði | ALMENNT | FYRSTU KAUPENDUR | Almenn undanþága |
|---|---|---|---|
Hámark veðsetningarhlutfalls | 80% af markaðsverði fasteignar* | 90% af markaðsverði fasteignar* | |
Hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytenda | 35% af ráðstöfunartekjum** | 40% af ráðstöfunartekjum** | 10% á hverjum ársfjórðungi af heildarfjárhæð veittra
fasteignalána |
*Virði fasteignar samkvæmt kaupsamningi eða samþykktu kauptilboði. Liggi kaupsamningur eða samþykkt kauptilboð ekki fyrir skal notast við fasteignamat eða brunabótamat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eða verðmat löggilts fasteignasala, í samræmi við útlánareglur lánveitanda.
**Ráðstöfunartekjur eru skilgreindar sem væntar viðvarandi tekjur neytenda að frádregnum beinum sköttum og gjöldum. Við útreikning á greiðslubyrði fasteignalána skal miða við að lágmarki 5,5% vexti og að hámarki 40 ára lánstíma fyrir óverðtryggð lán en að lágmarki 3% vexti og að hámarki 25 ára lánstíma fyrir verðtryggð lán.