Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn í Salnum í Kópavogi nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins 2012 kynnt. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri fluttu bæði ávarp þar sem þau fjölluðu um helstu áherslur í starfi stofnunarinnar. Þá flutti Charlotte Sickermann, hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins erindi undir yfirskriftinni: Internationalisation of financial supervision - The European System of Financial Supervision and the Banking Union.
Til fundarins var meðal annars boðið ýmsum samstarfsaðilum Fjármálaeftirlitsins, helstu stjórnendum fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, vátryggingafélaga og fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni, auk annarra aðila sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins. Fundarstjóri var Helga Jónsdóttir, ráðuneytisstjóri.