Meginmál

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans 1997

ATH: Þessi grein er frá 29. september 1997 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Sameiginlegir ársfundir Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1997 voruhaldnir í Hong Kong, Kína, dagana 23.-25. september sl. Aðildarríki stofnanannatveggja eru nú 181 að tölu og sóttu fundina og tengda fundi fulltrúar þeirra,m.a. ráðherrar, seðlabankastjórar og embættismenn auk fulltrúa fjölmargrafjármálastofnana.

Á fundunum var fjallað um ástand og horfur í heimsbúskapnumsem hefur einkennst af öflugum hagvexti og lágri verðbólgu víða um lönd. Umrótliðinna mánaða á fjármálamörkuðum Suðaustur-Asíu setti jafnframt svip áumræður.

Á fundunum voru m.a. teknar ákvarðanir um ýmis mál á vettvangiAlþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hæst bar ákvörðun um 45% hækkun á stofnfé sjóðsins,svo kölluðum kvóta, til þess að mæta vaxandi fjárþörf vegna fyrirgreiðslu viðaðildarríki, einkum þróunarlönd og ríki sem eru að hverfa frá miðstýringu í áttað frjálsum markaðsbúskap. Jafnframt var ákveðin úthlutun sérstakradráttarréttinda (SDR) en þeim hefur ekki verið úthlutað síðan á árunum 1979 til1981. Ríki sem hlotið hafa aðild að sjóðnum síðan hafa ekki fengið SDR í sinnhlut. Úr því verður bætt m.a. með hinni nýju úthlutun. Ennfremur var samþykkt aðstefna að breytingum á stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þannig aðaðildarríkin skuldbindi sig til þess að afnema hömlur á fjármagnshreyfingum ámilli landa.

Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin hafa með sér náið samstarf ávettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans um málefni stofnananna.Birgir Ísl. Gunnarsson, Seðlabankastjóri, flutti á fundinum ræðu fyrir höndþessara landa um viðfangsefni sjóðsins. Í ræðunni var m.a. fjallað um jákvæðaalmenna þróun í heimsbúskapnum að undanförnu, en jafnframt lögð áhersla ámikilvægi þess að viðhalda góðum hagvexti um leið og verðbólgu sé haldið ískefjum. Bent var á að víða sé þörf enn frekari skipulagsumbóta til þess aðdraga úr hömlum, auka viðskipti og hagkvæma ráðstöfun fjármagns. Vikið var aðvæntanlegum myntsamruna í Evrópu og áhrifum hans á peningakerfi heimsins. Þá varí ræðunni fjallað um hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í efnahagslífiaðildarríkjanna, þ. á m. eftirlitshlutverk sjóðsins hvað snertir heimsbúskapinnsem og einstök aðildarríki, eflingu á fjárhagsstöðu sjóðsins svo hann sé þessbúinn að bregðast við óróa á fjármagnsmörkuðum og í heimsviðskiptum og vaxandihlutverk sjóðsins hvað varðar fjármagnshreyfingar á milli landa. Ræða BirgisÍsl. Gunnarssonar fylgir hjálögð.

Í tengslum við ársfundina sat HalldórÁsgrímsson, utanríkisráðherra, fund þróunarnefndar Alþjóðabankans fyrir höndNorðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Halldór er aðalfulltrúi Íslands íbankaráði Alþjóðabankans og Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, sem jafnframtsat ársfundina, er varafulltrúi. Birgir Ísl. Gunnarsson er aðalfulltrúi Íslandsí sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Varafulltrúi er Halldór J. Kristjánsson,ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum og sat hann einnigfundina.

Nánari upplýsingar veita formaður bankastjórnar Seðlabankans BirgirÍsl. Gunnarsson og Ingimundur Friðriksson aðstoðarbankastjóri í síma569-9600.

Nr. 26/1997

29. september 1997